Upplýsi sem fyrst um aðstoð við fyrirtæki

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ljósmynd/Aðsend

Fé­lag at­vinnu­rek­enda hef­ur sent Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra og Bjarna Bene­dikts­syni fjár­málaráðherra er­indi, þar sem hvatt er til þess að stjórn­völd greini þegar í stað frá því hvernig staðið verði að aðstoð við fyr­ir­tæki sem skikkuð eru til að loka starf­semi sinni vegna sótt­varna með nýrri reglu­gerð heil­brigðisráðherra, sem var birt í gær­kvöldi.

Frá þessu er greint á vef fé­lags­ins. Bent er á að í reglu­gerðinni sé kveðið á um að loka skuli skemmtistöðum, krám og spila­söl­um frá og með deg­in­um í dag. Enn frem­ur skuli hús­næði lík­ams­rækt­ar­stöðva lokað al­menn­ingi og sé þeim þannig í raun gert að hætta rekstri næstu vik­urn­ar.

Frest­ir fyr­ir lok­un­ar­styrki liðnir

„Fé­lag at­vinnu­rek­enda tel­ur mik­il­vægt að sam­hliða þess­um mjög svo íþyngj­andi aðgerðum gagn­vart til­tekn­um hóp­um fyr­ir­tækja gefi stjórn­völd út með skýr­um hætti hvort og þá hvernig verði komið til móts við fyr­ir­tæki sem neyðast til að hætta rekstri í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins; hvort veitt­ir verði lok­un­ar­styrk­ir eins og í fyrstu bylgj­unni eða komið til móts við fyr­ir­tæk­in með öðrum hætti,“ seg­ir í er­indi fé­lags­ins.

Þar er enn frem­ur rifjað upp að frest­ur til að sækja um lok­un­ar­styrk vegna heims­far­ald­urs­ins sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um rann út 1. sept­em­ber og frest­ur til að sækja um viðbót­ar­lok­un­ar­styrk rann út 1. októ­ber.

Skjót vinnu­brögð skipti máli

„Að mati FA eru skýr­ar lín­ur í þessu efni mik­il­væg­ar, bæði til að tryggja skil­virkni sótt­varn­araðgerða sem stjórn­völd hafa mælt fyr­ir um, og til að veita at­vinnu­rek­end­um í viðkom­andi grein­um meiri fyr­ir­sjá­an­leika um hvers vænta má um stuðningsaðgerðir stjórn­valda. Skjót vinnu­brögð skipta hér miklu máli,“ seg­ir í bréf­inu til ráðherr­anna.

mbl.is