Vilja gera 20 þúsund tonna laxeldi við Þorlákshöfn

Þorlákshöfn í flugsýn. Fiskeldssvæðið er út við ströndina, efst á …
Þorlákshöfn í flugsýn. Fiskeldssvæðið er út við ströndina, efst á myndinni. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveit­ar­fé­lagið Ölfus og Fisk­eldi Ölfuss hafa und­ir­ritað sam­komu­lag um fýsi­leika­könn­un og upp­bygg­ingu lax­eld­is við Þor­láks­höfn og vil­yrði fyr­ir lóð. Með sam­komu­lag­inu hef­ur Fisk­eldi Ölfuss und­ir­bún­ing að rekstri land­eld­is­stöðvar sem á að geta fram­leitt um 20.000 tonn af full­öld­um eld­islaxi á ári á 200.000 fer­metra lóð á svæði í námunda við Þor­láks­höfn. Áætluð út­flutn­ings­verðmæti gætu legið nærri 22 millj­örðum. 

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Ölfusi. 

„Verðum að fram­leiða okk­ur út úr krepp­unni“ 

„Kom­andi kreppa og versn­andi staða hag­kerf­is okk­ar legg­ur ríka ábyrgð á okk­ur hjá hinu op­in­bera að því er lýt­ur að nýrri verðmæta­sköp­un. Eins og bent hef­ur verið á þá verðum við að fram­leiða okk­ur út úr krepp­unni og þetta verk­efni er sann­ar­lega skref í þá átt,“ seg­ir Elliði Vign­is­son m.a. í til­kynn­ingu.

Sig­urður Ingi Jóns­son, verk­efna­stjóri hjá Fisk­eldi Ölfuss, seg­ir í til­kynn­ing­unni að það sé metnaður fyr­ir­tæk­is­ins að vera leiðandi í fulleldi á laxi á landi og aðstæður við Þor­láks­höfn séu á heims­mæli­kv­arða.

„Ölfus er að okk­ar mati eitt helsta vaxt­ar­svæði á land­inu með skýra sýn á innviðaupp­bygg­ingu svo sem hvað varðar stækk­un hafn­ar­inn­ar og áherslu þeirra á mat­væla­fram­leiðslu. Þá er til fyr­ir­mynd­ar sá skiln­ing­ur sem þar er hvað varðar hags­muni fyr­ir­tækja eins og okk­ar. Við horf­um til dæm­is sterkt til sam­vinnu inn­an Ölfus Clu­ster og telj­um all­ar for­send­ur til þátt­töku í þeim sókn­ar­hug sem við finn­um í Ölfusi.“

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi.
Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri í Ölfusi. Árni Sæ­berg
mbl.is