Vilja að allir dómþolar fái náðun

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Haraldur Jónasson/Hari

Fé­lag fanga, Afstaða, fagn­ar fyr­ir­ætl­un­um Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­málaráðherra sem hyggst leggja fram til­lögu til náðun­ar­nefnd­ar um að ein­stak­ling­ar sem beðið hafa eft­ir að hefja afplán­un í meira en þrjú ár verði náðaðir. Afstaða vill hins veg­ar að litið sé til allra dómþola óháð af­broti.

Í til­lögu dóms­álaráðherra kem­ur fram að náðun­ar­til­lög­ur gild­i ein­ung­is um þá ein­stak­linga sem ekki hafa dæmd­ir fyr­ir stór­vægi­leg brot eða hlotið nýj­an dóm.

„Stjórn Af­stöðu, fé­lags fanga og annarra áhuga­manna um bætt fang­els­is­mál og betr­un, fagn­ar því sem fram hef­ur komið í frétt­um um fyr­ir­ætlan­ir dóms­málaráðherra í þágu dómþola sem beðið hafa í meira en þrjú ár eft­ir afplán­un í fang­elsi. Aft­ur á móti tel­ur Afstaða að jafn­ræðis verði að gæta og að all­ir dómþolar sem beðið hafa í meira en þrjú ár eft­ir afplán­un eigi að sitja við sama borð enda hef­ur biðin verið jafn þung­bær, sama hvaða ákvæði hegn­ing­ar­laga viðkom­andi hef­ur brotið gegn,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

„Að sama skapi tel­ur Afstaða rétt að hrósa Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­málaráðherra fyr­ir greini­leg­an áhuga á fang­els­is­mál­um og virðist sem ráðherr­ann taki und­ir flest bar­áttu­mál og áherslu­atriði fé­lags­ins. Von­ast Afstaða til þess að sam­starfið við dóms­málaráðherra verði giftu­sam­legt áfram,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá stjórn Af­stöðu.

Margir þurfa að bíða lengi eftir því að hefja afplánun.
Marg­ir þurfa að bíða lengi eft­ir því að hefja afplán­un.
mbl.is