54.000 færri frá landinu í sept.

Fáir fara milli landa um þessar mundir.
Fáir fara milli landa um þessar mundir.

Alls voru brott­far­ir er­lendra farþega frá land­inu um Kefla­vík­ur­flug­völl um tíu þúsund í sept­em­ber skv. taln­ingu Ferðamála­stofu og Isa­via. Þeir voru 94,5% færri en í sept­em­ber á síðasta ári þegar brott­far­ir voru tæp­lega 184 þúsund tals­ins.

Mik­il fækk­un átti sér einnig stað á milli mánaðanna ág­úst og sept­em­ber, eft­ir að ferðatak­mark­an­ir voru hert­ar, en í ág­úst sl. voru brott­far­ir í Kefla­vík tæp­lega 64 þúsund tals­ins, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Í um­fjöll­un á vef Ferðamála­stofu er bent á að ástæður fyr­ir fækk­un er­lendra gesta til lands­ins það sem af er ári ættu að vera öll­um ljós­ar, því allt frá því að áhrifa kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins fór að gæta fyr­ir al­vöru í mars hef­ur orðið hrun í fjölda. „Þannig var fækk­un­in milli ára um 53% í mars, um 99% í apríl og maí, 97% í júní, 80% í júlí, 75% í ág­úst og 95% í sept­em­ber [...],“ seg­ir þar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina