Aðeins fjórir hafa smitast í skólunum

Skólastarf er talið öruggt.
Skólastarf er talið öruggt.

„Ég skil mjög vel að for­eldr­ar, starfs­fólk og nem­end­ur séu ugg­andi. Það er skilj­an­legt að fólk upp­lifi óör­yggi og mörg­um finnst sótt­kví vera skelfi­leg til­hugs­un. En svo framar­lega sem því frá­bæra starfi sem unnið hef­ur verið í skól­un­um verður haldið áfram tel ég að við séum á réttri leið,“ seg­ir Helgi Gríms­son, sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

Nú ber­ast dag­lega frétt­ir af smit­um meðal nem­enda og starfs­manna í skól­um. Fyr­ir vikið hafa marg­ir þurft að sæta sótt­kví í þess­ari nýj­ustu bylgju kór­ónu­veirunn­ar. Helgi seg­ir í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag, að þrátt fyr­ir þetta séu vís­bend­ing­ar um að vel hafi tek­ist til við að halda veirunni utan skóla­starfs.

„Þegar smit eru svona víða í sam­fé­lag­inu hef­ur það áhrif inn í skóla- og frí­stunda­sam­fé­lagið. Marg­ir, bæði nem­end­ur og starfs­menn, eru að smit­ast í sínu dag­lega lífi. Við höf­um rýnt aðeins í stöðuna með stjórn­end­um. Við þjón­ust­um um 22 þúsund börn, starfs­menn skóla- og frí­stunda­sviðs í Reykja­vík eru í kring­um 5.500 og það eru til­tekn­ar vís­bend­ing­ar um að það séu aðeins fjór­ir starfs­menn sem hafi smit­ast í starfi sínu. Smit­in virðast koma í einka- og fé­lags­lífi fólks. Það er í raun miklu minna um smit í starf­inu en marg­ir kunna að halda,“ seg­ir Helgi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina