Hærra hitastig hefur áhrif á útbreiðslu tegunda

Útbreiðsla helmings þeirra tegunda sem skoðaðar voru hefur breyst.og er …
Útbreiðsla helmings þeirra tegunda sem skoðaðar voru hefur breyst.og er það sagt tengjast hitastigi sjávar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Í grein í vís­inda­rit­inu Scientific Reports er fjallað um áhrif hlýn­andi sjáv­ar á út­breiðslu fisk­teg­unda og voru 82 teg­und­ir skoðaðar. Grein­in bygg­ist á gögn­um úr 5.390 tog­stöðvum í stofn­mæl­ing­um í haustr­alli Haf­rann­sókna­stofn­un­ar 1996-2018. Á tíma­bil­inu breytt­ist ástand sjáv­ar á Íslands­miðum mikið og mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar var að meta áhrif þeirra breyt­inga á út­breiðslu mis­mun­andi fisk­teg­unda.

Alls reynd­ist út­breiðsla helm­ings teg­und­anna hafa breyst og lang­flest­ar sýndu til­færslu til vest­urs, norðvest­urs eða norðurs. Breyt­ing­ar á út­breiðslu voru mest áber­andi hjá teg­und­um grunn­slóðar­inn­ar og þá sér­stak­lega hlý­sjáv­ar­teg­und­um og þeim sem lifa við þröngt hita­stigs­bil á Íslands­miðum. Til­færsla teg­unda sam­fara 1°C hækk­un sjáv­ar­hita var met­in vera á bil­inu 1-326 kíló­metr­ar, að meðaltali 38 km. Rann­sókn­in sýndi að hækk­un um 2-3°C væri lík­leg til að valda stór­felld­um breyt­ing­um á út­breiðslu fiska og fisk­veiðum við Ísland.

Höf­und­ar eru Steven E. Camp­ana og Ragn­hild­ur B. Stef­áns­dótt­ir frá Há­skóla Íslands og Klara Jak­obs­dótt­ir og Jón Sól­munds­son frá Haf­rann­sókna­stofn­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: