Saga Sig og Villi naglbítur eru hætt saman

Saga Sig og Villi eru hætt saman.
Saga Sig og Villi eru hætt saman. Samsett mynd

Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir og tónlistarmaðurinn og spurningahöfundurinn, Vil­helm Ant­on Jóns­son, eru hætt saman. DV greinir frá sambandsslitunum. Saga og Villi voru búin að vera saman í rúmt ár. 

Saga hef­ur getið sér gott orð síðustu ár sem einn af fær­ustu ljós­mynd­ur­um lands­ins en málar einnig myndir. Villi er oft kennd­ur við hljóm­sveit sína 200.000 nagl­bít­ar en hann hef­ur einnig gefið út vís­inda­bæk­ur fyr­ir börn og komið að sjón­varpsþátta- og kvik­mynda­gerð.

mbl.is