Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir og tónlistarmaðurinn og spurningahöfundurinn, Vilhelm Anton Jónsson, eru hætt saman. DV greinir frá sambandsslitunum. Saga og Villi voru búin að vera saman í rúmt ár.
Saga hefur getið sér gott orð síðustu ár sem einn af færustu ljósmyndurum landsins en málar einnig myndir. Villi er oft kenndur við hljómsveit sína 200.000 naglbítar en hann hefur einnig gefið út vísindabækur fyrir börn og komið að sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerð.