Mótmælendur klifruðu upp Eiffel-turninn

AFP

Átta meðlim­ir um­hverf­is­sam­tak­anna Ext­incti­on Re­belli­on klifruðu upp ut­an­verðan Eif­fel-turn­inn í Par­ís og hengdu á hann bleik­an borða. Á borðanum stóð RE­BEL, en gjörn­ing­ur­inn á að vera sá fyrsti af mörg­um í vik­unni.

Klif­urgarp­arn­ir átta voru hand­tekn­ir vegna gjörn­ings­ins, en að sögn skipu­leggj­enda fengu þeir aðstoð fjölda meðlima sam­tak­anna sem voru inni í turn­in­um.

Mót­mæla­sam­tök­in heimta að frönsk yf­ir­völd taki til frek­ari aðgerða í þágu lofts­lags­mála, en talskona sam­tak­anna, Lea Lecouple, sagði að kór­ónu­veir­an væri aðeins ein­kenni stærri vanda­mála.

Bleikur borði var hengdur á Eiffel-turninn.
Bleik­ur borði var hengd­ur á Eif­fel-turn­inn. AFP

„Covid er aðeins ein­kenni. Það þarf vírus til að kné­setja hag­kerfið. Við höf­um séð að los­un kolt­víoxíðs get­ur minnkað,“ sagði Lecouple.

„Við vilj­um segja: Hætt­um öllu. Opn­um aug­un, þetta er neyðarástand.“

Ext­incti­on Re­belli­on eru alþjóðleg um­hverf­is­sam­tök sem hafa mót­mælt víða um heim og notað borg­ara­lega óhlýðni til að vekja at­hygli á lofts­lags­vánni.

Fyrstu stóru mót­mæli sam­tak­anna fóru fram í apríl 2019 í Lund­úna­borg, þegar þau lokuðu göt­um borg­ar­inn­ar í 11 daga. Sam­tök­in mót­mæltu einnig í Lund­ún­um í byrj­un sept­em­ber.

Frá mótmælum Extinction Rebellion í Berlín í byrjun Október.
Frá mót­mæl­um Ext­incti­on Re­belli­on í Berlín í byrj­un Októ­ber. AFP
mbl.is