Aldrei dauð stund hjá áhöfninni á Tý

Það veitir ekki af gluggaþvotti og ekki verra að geta …
Það veitir ekki af gluggaþvotti og ekki verra að geta sameinað það sigæfingu. Það er alltaf nóg að gera hjá áhöfninni á varðskipinu Tý. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Það er aldrei dauð stund hjá áhöfn­inni á varðskip­inu Tý og hef­ur hún sinnt ýms­um verk­efn­um að und­an­förnu.

Meðal ann­ars fór áhöfn­in í tveggja klukku­stunda prufu­ferð á létt­báti skips­ins, í blíðskap­ar­veðri í ná­grenni Reykja­vík­ur, en létt­bát­ur­inn Loki hef­ur verið í viðhalds­skoðun og allt reynd­ist eins og til var ætl­ast. Loki er af gerðinni Rafn­ar 850 RIB CG og var hannaður í sam­vinnu við Land­helg­is­gæsl­una.

Þegar þurfti að þrífa glugga Týs var ákveðið að nýta tæki­færið og skella í sigæf­ingu. Auk þess var komið fyr­ir inn­sigl­ingadufli við höfn­ina á Skaga­strönd og raf­geym­ar voru hlaðnir og leiðarljós yf­ir­far­in í Miðleiðaskeri og Skarfa­kletti á Breiðafirði.

Fjöl­breytt viðfangs­efni

Land­helg­is­gæsl­an hef­ur birt tölu­vert af mynd­um af líf­inu um borð á Face­book-síðu stofn­un­ar­inn­ar und­an­farna daga, áhuga­manna til mik­ill­ar ánægju.

Prufuferð á Loka.
Prufu­ferð á Loka. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son
Rafgeymar hlaðnir.
Raf­geym­ar hlaðnir. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son
Það veitir ekki af gluggaþvotti og ekki verra að geta …
Það veit­ir ekki af gluggaþvotti og ekki verra að geta sam­einað það sigæf­ingu. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son
Innsiglingadufli við Skagaströnd.
Inn­sigl­ingadufli við Skaga­strönd. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son
Týr í logninu á Ísafirði.
Týr í logn­inu á Ísaf­irði. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son
Sjávarútvegsspilið nýtur vinsælda.
Sjáv­ar­út­vegs­spilið nýt­ur vin­sælda. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son
mbl.is