Góð vika að baki hjá bátum Snæfellinga

Hjörtur Sigurðsson og Ómar Marisson að landa úr Kviku SH. …
Hjörtur Sigurðsson og Ómar Marisson að landa úr Kviku SH. Síðasta vika var góð hjá bátum á Snæfellsnesi. mbl.is/Alfons Finnsson

Síðasta vika var góð hjá þeim bát­um sem róa frá höfn­um Snæ­fells­bæj­ar og hef­ur veðrið þótt með ein­dæm­um gott til sjó­sókn­ar. Þá hef­ur veiðin gengið vel hjá hand­færa­bát­um sem hafa komið með yfir 2 tonn að landi sem þykir mjög gott á þess­um árs­tíma.

Nokkr­ir drag­nóta bát­ar hafa verið að veiðum við Vest­f­irði og hef­ur verið af­bragðs veiði, en þeir sem hafa verið við veiðar á heima­slóð hafa upp­lifað reyt­ing þar. Þó náði Eg­ill SH að koma til hafn­ar með 12 tonn á sunnu­dag.

Línu­bát­ar hafa fengið ágæt­is afla og kom meðal ann­ars Sverr­ir SH með 8 tonn að landi og uppstaða afl­ans var þorsk­ur en ýsa hef­ur verið uppistaðan hjá öðrum línu­bát­um.

Til­rauna­veiðar með humar­gildr­ur á Ingu P SH hafa gengið ágæt­lega og nam mesti afli 50 kíló.

Klement Sigurðsson skipstóri á Ingu P ánægður með humaraflann.
Klement Sig­urðsson skip­stóri á Ingu P ánægður með hum­arafl­ann. mbl.is/​Al­fons Finns­son
mbl.is