Ástralska leikkonan Rebel Wilson og milljónamæringurinn Jacob Busch skelltu sér til Mexíkó um liðna helgi. Wilson og Busch hafa verið á faraldsfæti á síðustu vikum en í september voru þau í Mónakó.
Wilson deildi fjölda mynda af sér og Busch á ströndinni og í sundlaug við ströndina þar sem þau drukku í sig D-vítamínið.
Wilson og Busch hafa verið í sambandi í nokkra mánuði en þau kynntust fyrst á síðasta ári. Wilson sýndi þó fyrst frá honum nú í haust. Busch er hluti af Anheuser-Busch-fjölskyldunni sem framleiðir margar vinsælar bjórtegundir, til dæmis Budweiser og Rolling Rock. Hann var áður í sambandi með fyrrverandi raunveruleikastjörnunni Adrienne Maloof sem er rúmlega 25 árum eldri en hann.