Landhelgisgæslan tilkynnti í nótt ólöglegar veiðar í lokunarhólfi út af Vestfjörðum. Þetta kemur fram í færslu á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Hólfið hefur verið lokað frá 1. október. Lögreglumenn tóku á móti bátnum er hann kom til hafnar í Ísafjarðarbæ.