„Mjög erfið og sár aðgerð“

Landverðir á Þingvöllum í einkennisbúningum sínum.
Landverðir á Þingvöllum í einkennisbúningum sínum. mbl.is/Sigurður Bogi

Átta land­vörðum og ein­um verk­efn­is­stjóra Þing­vallaþjóðgarðs var sagt upp störf­um í morg­un. Upp­sagn­irn­ar taka gildi 1. nóv­em­ber, en þjóðgarðsvörður seg­ist vona að hægt verði að end­ur­ráða starfs­menn­ina með vor­inu. 

„Við þurft­um að grípa til þess­ara upp­sagna vegna þess að það hef­ur verið mikið tekju­fall á þessu ári og það er fyr­ir­séð áfram á næsta ári. Tekju­grunn­ur Þjóðgarðsins hef­ur að miklu leyti verið byggður upp á sér­tekj­um, það er að segja bíla­stæðagjöld­um, gjöld­um í Silfru og tjaldsvæðum og öðru. Þetta hef­ur farið ansi hratt á þessu ári og Þjóðgarður­inn hef­ur verið í hálf­gerði gjör­gæslu þetta árið. Ég hef verið í mikl­um sam­skipt­um við ráðuneytið til þess að reyna að fá úr því skorið hvernig við get­um staðið að þessu,“ seg­ir Ein­ar Ásgeir Sæ­mundsen þjóðgarðsvörður í sam­tali við mbl.is. 

Ein­ar seg­ir að fram­lag til Þjóðgarðsins sé það sama í fjár­lög­um fyr­ir næsta ár og hef­ur verið und­an­far­in ár. Það hafi því þurft að grípa til ráðstaf­ana til að stemma stigu við sér­tekjutapið sem hef­ur orðið af völd­um heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. 

Einar Ásgeir Sæmundsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.
Ein­ar Ásgeir Sæ­munds­son, þjóðgarðsvörður á Þing­völl­um. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Í fjár­laga­frum­varp­inu núna er bara gert ráð fyr­ir sama fasta fram­lagi til Þjóðgarðsins og hef­ur verið en það þarf í raun og veru tölu­vert meira til. Þess vegna þarf að horfa til sér­tekn­anna og það er fyr­ir­séð að þær verði ekki sér­lega mikl­ar á næsta ári svo ég er í raun­inni að stilla okk­ur af miðað við næsta ár. Covid hef­ur komið mjög þungt inn í okk­ar rekst­ur og fram að þeim tíma má í raun­inni segja að sér­tekj­urn­ar hafi verið um 70 til 80% af tekj­um Þjóðgarðsins. Það var í raun og veru verið að bíða eft­ir því að fá það staðfest frá ráðuneyt­inu hvort að það yrði hærra fram­lag í ár til að stemma við sér­tekjutap­inu en það varð ekki,“ seg­ir Ein­ar. 

Eng­ir ferðamenn á Þing­völl­um 

Ein­ar seg­ir litla um­ferð fólks vera á Þing­völl­um. 

„Það má segja að Þing­vell­ir séu eig­in­lega mann­laus­ir dag eft­ir dag eins og víða ann­ars staðar. Mér sér­tekj­un­um höf­um við á und­an­förn­um árum getað byggt upp öfl­uga þjón­ustu og innviði og náð að halda í við fjölg­un ferðamanna því við höf­um geta nýtt sér­tekj­urn­ar sem hafa vaxið í því hlut­falli. Nú er það alla vega tíma­bundið ekki að koma inn til okk­ar svo það þarf að grípa til ein­hverra ráða,“ seg­ir Ein­ar. 

„Strax með vor­inu mun­um við ör­ugg­lega fara að sjá ein­hverja hreyf­ingu á fólki, hvort sem það verða fyrst bara Íslend­ing­ar, og svo ef landa­mær­in opn­ast og það fara að koma hingað ferðamenn mun­um við alltaf sjá það fyrst hjá okk­ur á Þing­völl­um. En á meðan er þarf að vera hægt að skila rekstr­aráætl­un sem stenst rök og er byggð á ein­hverj­um raun­veru­leika. Þetta er mjög erfið og sár aðgerð til þess að reyna að stand­ast það,“ seg­ir Ein­ar. 

Ein­ar seg­ist vona að hægt verði að end­ur­ráða starfs­menn­ina með vor­inu. 

„Við horf­um sann­ar­lega til þess að þessi hóp­ur sem er að fara komi aft­ur þegar byrj­ar að rofa til eft­ir því sem hægt er. Þetta er ástand sem við von­um öll að taki enda og þá munu Þing­vell­ir rísa mjög hratt upp. Í sum­ar var tölu­vert af Íslend­ing­um og það var rosa­lega gleðilegt að heyra loks­ins ís­lensku og sjá Íslend­inga á ferðinni. Þegar landa­mær­in voru opnuð í júní var svo tölu­vert um ferðamenn þrátt fyr­ir þau höft sem voru á flugi og það munaði tölu­vert um að fá þá. En með þeim tak­mörk­un­um sem sett­ar voru á í ág­úst sáum við sér­tekj­urn­ar bara hverfa. Ég er að vona að við verðum að koma aft­ur inn með starfs­menn í apríl eða maí. Þegar ferðamenn fara að koma sjá­um við hreyf­ing­una skila sér mjög hratt til okk­ar,“ seg­ir Ein­ar. 

Upp­sagn­irn­ar taka gildi um næstu mánaðamót og láta starfs­menn­irn­ir því af störf­um 1. fe­brú­ar. Ein­ar seg­ir að áfram verði starfs­menn á Þing­völl­um til að halda uppi starfs­sem­inni. 

„Land­verðirn­ir fara ekki frá okk­ur fyrr en eft­ir ára­mót, en þetta gild­ir frá og með næstu mánaðamót­um til 1. fe­brú­ar. Þá þurf­um við að sjá til úr hverju við höf­um að spila. Það eru nokkr­ir starfs­menn enn þá sem munu halda uppi starf­sem­inni. En það eru eng­ir ferðamenn á Þing­völl­um núna.“

mbl.is