Eiríkur Jónsson með kórónuveiruna

Eiríkur Jónsson.
Eiríkur Jónsson. mbl.is

Ei­rík­ur Jóns­son blaðamaður og lífs­k­únstner lýs­ir því á síðu sinni að hann sé smitaður af kór­ónu­veirunni sem eng­inn vill láta tengja sig við þessi dægrin. Ei­rík­ur hef­ur fengið það staðfest með mæl­ingu. Ei­rík­ur átti nokkra slæma daga fyr­ir sýna­töku en er hann loks fékk niður­stöðu mæl­ing­ar var hann orðinn stáls­leg­inn. Ei­rík­ur velt­ir fyr­ir sér hvernig hann hafi farið að því að ná sér í sjúk­dóm­inn og grun­ar helst að það hafi gerst í sund­laug í Breiðholti. Ei­rík­ur er dug­leg­ur við að baða sig í sund­laug­um höfuðborg­ar­svæðis­ins þar sem hann næl­ir sér í ansi marg­ar frétt­ir á vef sinn.

„Vaknaði kófsveitt­ur og kald­ur með dynj­andi haus­verk eins og hjartað slægi inni í hauskúp­unni, bullandi hita og gat í hvor­ug­an fót­inn stigið. Eins og jafn­væg­is­skynið væri úr fasa. Þetta var að morgni sl. laug­ar­dags.

Vissi strax að þetta væri Covid.

Svaf all­an laug­ar­dag­inn í renn­andi blaut­um rúm­föt­um og hita­stig lík­am­ans virt­ist sveifl­ast frá frosti í funa. Missti þó aldrei and­ann. Braggaðist um kvöldið og var kom­inn í sýna­töku í há­deg­inu á sunnu­dag þar sem grun­ur minn var staðfest­ur.

Það skrýtna er að síðan hef ég ekki kennt mér meins. Ekki fundið fyr­ir neinu og er á fjórða degi í ein­angr­un; stáls­leg­inn. Þetta er svona eins og hjá Trump. Hann tók þetta á fjór­um dög­um og var þá mætt­ur á fjölda­fund,“ seg­ir Ei­rík­ur á vef sín­um eirik­ur­jons­son.is. 

Smart­land ósk­ar Ei­ríki fulls og var­an­legs bata.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman