Gildi kaupir í fiskeldi fyrir 3 milljarða

Arnarlax heitir nú Icelandic Salmon AS og hefur hlutafjárútboð hafist …
Arnarlax heitir nú Icelandic Salmon AS og hefur hlutafjárútboð hafist og er gert ráð fyrir að íslenskir sjóðir fjárfesti fyrir að minnsta kosti 4,1 milljarð króna.

Þrír meg­in­fjár­fest­ar hafa með fyr­ir­vör­um skuld­bundið sig til þess að kaupa hluta­bréf í Icelandic Salmon AS (áður Arn­ar­lax) fyr­ir 345,6 millj­ón­ir norskra króna, jafn­v­irði 5,2 millj­arða ís­lenskra króna, í hluta­fjárút­boði er teng­ist skrán­ingu fé­lags­ins á Merk­ur-markað norsku kaup­hall­ar­inn­ar, en útboðið hófst í dag.

Þetta kem­ur fram til­kynn­ingu SalM­ar, móður­fé­lags Icelandic Salmon AS, til kaup­hall­ar­inn­ar í Osló.

Fram kem­ur að Gildi-líf­eyr­is­sjóður hef­ur ákveðið að kaupa hluti fyr­ir að minnsta kosti 2,9 millj­arða ís­lenskra króna. Auk þess hef­ur Stefn­ir, sjóðsstyr­inga­fyr­ir­tæki í eigu Ari­on banka, skuld­bundið sig til þess að fjár­festa fyr­ir tæp­lega 1,2 millj­arða. Þriðji meg­in­fjár­fest­inn er norðmaður­inn Ed­vin Aust­bø sem í gegn­um fé­lag sitt Ald­en AS mun að minnsta kosti kaupa hluti fyr­ir 327 millj­ón­ir ís­lenskra króna.

Kjart­an Ólafs­son sel­ur hluti sína

Tvenn útboð eiga sér stað. Í fyrsta lagi er út­gáfa nýrra hluta sem sagt er vera til þess fallið að afla fjár­magn sem á að nýt­ast í frek­ari upp­bygg­ingu svo sem að styrkja virðiskeðjuna, stækka seiðaeldi, gera úr­bæt­ur á fram­leiðslu­stöð á Bíldu­dal og styrkja vörumerkið.

Seinna útboðið er fram­kvæmt á grund­velli þess að nú­ver­andi fjar­fest­ar selji hluti í fé­lag­inu. Þá mun Pact­um AS selja allt að 55% af nú­ver­andi hlut­um sín­um sem nema 6,8% af Icelandic Salmon AS. Jafn­framt mun Gyða ehf, í eigu Kjart­ans Ólafs­son­ar stjórn­ar­for­manns Icelandic Salmon AS, selja 22% af hlut­um sín­um sem nú nema 4,8% af fé­lag­inu.

Frétta­blaðið sagði fyrst frá.

mbl.is