Leggja til stærra fiskeldi í Önundarfirði

Eldi ÍS 47 ehf. stefnir að mun stærra eldi í …
Eldi ÍS 47 ehf. stefnir að mun stærra eldi í Önundarfirði heldur verið hefur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mat­væla­stofn­un legg­ur til að ÍS 47 ehf. verði veitt rekstr­ar­leyfi vegna sjókvía­eld­is í Önund­arf­irði, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar. Þar seg­ir að um sé að ræða nýtt rekstr­ar­leyfi fyr­ir 1.000 tonna há­marks­líf­massa af regn­bogasil­ungi og þorski, en að fyr­ir­tækið hafi áður verið með 200 tonna rekstr­ar­leyfi fyr­ir regn­bogasil­ungi og þorski.

Í ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar um mats­skyldu seg­ir að „það er niðurstaða Skipu­lags­stofn­un­ar að aukið fisk­eldi ÍS 47 ehf. á Önund­arf­irði sé ekki lík­legt til að hafa um­tals­verð um­hverf­isáhrif og skuli því ekki háð mati á um­hverf­isáhrif­um.“

Jafn­framt hvet­ur stofn­un­in fyr­ir­tækið og aðra sem að fram­kvæmd­inni koma til að viðhafa „þá verktil­hög­un og mót­vægisaðgerðir sem kynnt hafa verið við meðferð máls­ins og vökt­un á aðgerðum og áhrif­um þannig að fram­kvæmd­in sé ekki lík­leg til að valda veru­leg­um og óaft­ur­kræf­um áhrif­um á um­hverfið.“

mbl.is