Spá 25% atvinnuleysi

Unnið var af kappi við gatnagerð í Grindavík, en atvinnuleysi …
Unnið var af kappi við gatnagerð í Grindavík, en atvinnuleysi er nú þegar nær 20% á Suðurnesjum og fer ört vaxandi á næstu mánuðum. mbl.is/Árni Sæberg

At­vinnu­leysi á Suður­nesj­um er komið í áður óþekkt­ar hæðir, en spá Vinnu­mála­stofn­un­ar ger­ir ráð fyr­ir að í Reykja­nes­bæ verði það komið í 25% fyr­ir jól­in. Eng­in dæmi eru um svo mikið at­vinnu­leysi frá því skipu­leg­ar mæl­ing­ar hóf­ust.

„Þetta er grafal­var­leg staða og ég er dauðhrædd við vet­ur­inn,“ seg­ir Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi. „Ég vona að stjórn­völd komi til móts við þenn­an stóra hóp með sér­tæk­um aðgerðum. Það hef­ur nú þegar tals­vert verið gert, en það þarf meira til ef at­vinnu­leysið er að ná þess­um hæðum.“

Í skýrslu Vinnu­mála­stofn­un­ar, sem kom út í gær, kem­ur fram að at­vinnu­leysi á land­inu sé nú talið vera komið yfir 10% og að það muni enn aukast næstu mánuði. At­vinnu­leysi í sept­em­ber mæld­ist 9,8%, en af því eru 9,0% al­mennt at­vinnu­leysi, en 0,8% tengt minnkuðu starfs­hlut­falli.

Sam­an­lagt at­vinnu­leysi í al­menna kerf­inu og í minnkaða starfs­hlut­fall­inu jókst alls staðar á land­inu, en hvergi í lík­ingu við það sem gerðist á Suður­nesj­um. Þar fór heild­ar­at­vinnu­leysi úr 18,0% í ág­úst í 19,6% í sept­em­ber, en talið er að það fari í 19,8% í þess­um mánuði.

Spár Vinnu­mála­stofn­un­ar, sem finna má í gögn­um á vef stofn­un­ar­inn­ar, eru þó enn dekkri, því þær segja fyr­ir um að at­vinnu­leysi á Suður­nesj­um verði komið í 21,9% í des­em­ber. Enn bág­ara verður ástandið þó í Reykja­nes­bæ, en þar er því spáð að al­mennt at­vinnu­leysi verði komið í 24,6% í des­em­ber og at­vinnu­leysi kvenna geti náð allt að 26,5% í jóla­mánuðinum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina