Sekta ekki skip sem uppfylla ekki kröfur

Íslenska ríkið hefur ekki heimild til þess að beita sektum …
Íslenska ríkið hefur ekki heimild til þess að beita sektum gegn rekstaraðilum skipa sem uppfylla ekki staðla EES. Eftirlitsstofnun EFTA segir það brjóta gegn lögum. mbl.is/Árni Sæberg

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur sent ís­lensk­um stjórn­völd­um álit sitt um að hér­lend stjórn­völd brjóti í bága við lög sem gilda inn­an EES. Hér á landi eru nefni­lega eng­in lög sem veita stjórn­völd­um sekt­ar­heim­ild sem beita má gegn skip­um sem leggja hér við höfn og upp­fylla ekki alþjóðlega staðla EES.

Frá ár­inu 2017 hef­ur ESA bent ís­lensk­um stjórn­völd­um á að laga­heim­ild­ir skorti til þess að sekta rekstr­araðila skipa, sem upp­fylla ekki staðla EES. Þó hef­ur ekk­ert enn hef­ur verið að gert. Því met­ur ESA það svo að ís­lensk stjórn­völd séu að brjóta lög og get­ur ís­lenska ríkið átt yfir höfði sér dóm fyr­ir EFTA dóm­stóln­um.

Í frétta­til­kynn­ingu frá ESA seg­ir að ís­lenska ríkið fái nú tvo mánuði til þess að koma sjón­ar­miðum sín­um í mál­inu á fram­færi við ESA og mun ESA ákveða að því loknu hvort mál­inu verði vísað til EFTA dóm­stóls­ins.

mbl.is