Berjast við að halda velli

Ferðaþjónustan bíður eftir opnun landamæra til að geta bókað gistingu …
Ferðaþjónustan bíður eftir opnun landamæra til að geta bókað gistingu og þjónustu á næsta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bar­átta fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu stend­ur nú um að halda þeim starf­hæf­um í vet­ur þannig að þau geti tekið við bók­un­um og þjónað ferðafólki sem von­ast er til að byrji að skila sér aft­ur til lands­ins í vor.

Mörg ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki eru lokuð og sjá ekki fram á að fá nein­ar tekj­ur sem skipta máli í vet­ur. „Út á það geng­ur bar­átt­an þessa mánuðina, að tryggja að innviðirn­ir verði til staðar svo við get­um spyrnt okk­ur hressi­lega frá botn­in­um sem við erum nú á,“ seg­ir Kristó­fer Oli­vers­son, formaður Fé­lags fyr­ir­tækja í hót­el­rekstri og gistiþjón­ustu.

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, hef­ur áhyggj­ur af því að fyr­ir­tæk­in slig­ist und­an skuld­um og bank­arn­ir þurfi að innkalla veð sín. „Það er ómögu­leg staða ef stór hluti af mik­il­væg­um rekstr­ar­eign­um ferðaþjón­ust­unn­ar verður ekki til staðar þegar við þurf­um á þeim að halda til viðspyrnu,“ seg­ir Jó­hann­es.

Mörg fyr­ir­tæki sem bjóða upp á jökla­göng­ur og ís­hella­skoðun virðast ekki ætla að leggja upp laup­ana þrátt fyr­ir lok­un lands­ins. Alls sóttu 27 fyr­ir­tæki um gerð samn­inga við Vatna­jök­ulsþjóðgarð til eins árs um ís­hella­ferðir og jökla­göng­ur á suður­svæði þjóðgarðsins. Sett hef­ur verið há­mark á fjölda gesta í þess­um ferðum á fimm svæðum til að draga úr álagi ferðamanna á viðkvæm­um svæðum. Hef­ur fyr­ir­tækj­un­um nú verið út­hlutað kvót­um fyr­ir þann fjölda ferðamanna sem mega fara á hvert svæði um sig. Er það í fyrsta skipti hér á landi sem aðgangi að jökl­um er stýrt með þess­um hætti, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: