Loðnubrestur kann að verða þriðja árið í röð

Loðna á færibandi hjá vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Fátt bendir til …
Loðna á færibandi hjá vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Fátt bendir til þess að veiðar hefjist á ný í ár, en það er þriðja árið í röð sem engar veiðar eru. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að eng­ar loðnu­veiðar verða á vertíðinni 2020/​2021, að því er fram kem­ur á vef stofn­un­ar­inn­ar. Stofn­un­in viður­kenn­ir hins veg­ar að það stofn­inn kunni að vera van­met­inn þar sem veður truflaði rann­sókna­leiðang­ur henn­ar.

Ráðlegg­ing­in er sögð byggja á gild­andi afla­reglu, en þetta mun vera þriðja vertíðin sem loðnu­veiðar eru ekki ráðlagðar.

Fram kem­ur að berg­máls­mæl­ing­ar á stærð loðnu­stofns­ins fóru fram dag­ana 7. sept­em­ber til 5. októ­ber og náði rann­sókn­ar­svæðið náði frá land­grunn­inu við Aust­ur Græn­land frá um 73°20’N og suðvest­ur með land­grunnskanti Græn­lands suður fyr­ir 64°N, um Græn­lands­sund, Íslands­haf, hafsvæðis vest­an Jan Mayen og Norðurmið.

Van­mat á stofn­stærð?

Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni að „niður­stöður leiðang­urs­ins byggja á um­fangs­mik­illi yf­ir­ferð en taf­ir vegna veðurs ollu minni yf­ir­ferð á jaðarsvæðum. Haf­ís á norðan­verðu rann­sókn­ar­svæðinu hindraði að hluta áætlaða yf­ir­ferð þar, en í sum­um til­fell­um var loðnu að finna í námunda við haf­ís­inn. Því gæti verið um að ræða van­mat á magni kynþroska stofn­hlut­ans, en ekki er unnt að meta um­fang þess.“

Útbreiðsla loðnu í september - október 2020.
Útbreiðsla loðnu í sept­em­ber - októ­ber 2020. Mynd/​Haf­rann­sókna­stofn­un

Loðna fannst víða á rann­sókn­ar­svæðinu og var ung­loðna, sem mynd­ar hrygn­ing­ar- og veiðistofn­inn á vertíðinni 2021/​2022, vest­ast og sunn­an­til á svæðinu en eldri loðna var mest áber­andi, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá mæld­ist heild­ar­magn loðnu rúm­lega millj­ón tonn, þar af var met­in stærð veiðistofns vertíðar­inn­ar 2020/​2021 um 344 þúsund tonn. „Mikið var hins­veg­ar af ung­loðnu og mæld­ust um 146 millj­arðar eða 734 þúsund tonn af ókynþroska loðnu en sam­kvæmt afla­reglu þarf yfir 50 millj­arða til að mælt verði með upp­hafsafla­marki fisk­veiðiárs­ins 2021/​2022,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Bend­ir Haf­rann­sókna­stofn­un á að gild­andi afla­regla geri ráð fyr­ir að skil­in séu eft­ir 150 þúsund tonn til hrygn­ing­ar í mars 2021 með 95% lík­um og að tekið sé til­lit til óvis­sum­ats út­reikn­ing­anna, vaxt­ar og nátt­úru­legr­ar dán­ar­tölu loðnu, auk afráns þorsks, ýsu og ufsa á loðnu. „Í sam­ræmi við of­an­greinda afla­reglu legg­ur Haf­rann­sókna­stofn­un til að ekki verði leyfðar loðnu­veiðar á vertíðinni 2020/​2021 þar sem fram­reikn­ing­ar á stærð hrygn­ing­ar­stofns­ins við hrygn­ingu ná ekki þess­um mörk­um.“

Leiðangurslínur rs. Árna Friðrikssonar (blátt) og EROS (grænt) í september …
Leiðang­urs­lín­ur rs. Árna Friðriks­son­ar (blátt) og EROS (grænt) í sept­em­ber - októ­ber 2020. Mynd/​Haf­rann­sókna­stofn­un
mbl.is