„Mælingin er ekki marktæk“

Binni í Vinnslustöðinni óttast ekki að loðnubrestur verði þriðja árið …
Binni í Vinnslustöðinni óttast ekki að loðnubrestur verði þriðja árið í röð og kveðst sannfærður um að loðna finnist í janúar. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

„Það verður loðna, þeir hafa bara ekki fundið hana. Við get­um al­veg verið ró­leg­ir, það finnst loðna,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son (Binni), fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, í sam­tali við 200 míl­ur innt­ur álits á ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um að ekki verði loðnu­veiðar á vertíðinni 2020/​2021, sem til­kynnt var á vef stofn­un­ar­inn­ar í dag.

Sam­kvæmt heim­ild­um 200 mílna stend­ur nú yfir fund­ur þar sem Haf­rann­sókna­stofn­un fer yfir ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar með full­trú­um út­gerðanna.

„Ung­loðnu­mæl­ing­ar í fyrra voru góðar og gáfu okk­ur ástæðu til að vera bjart­sýn­ir,“ seg­ir Binni sem kveðst sann­færður um að verði af loðnu­vertíðinni. „Það var tals­verður ís yfir svæðinu þannig að mæl­ing­in er ekki mark­tæk. Þannig að við erum bara bjart­sýn­ir.“

Er hann með orðum sín­um að vísa til þess að Haf­rann­sókna­stofn­un hafi sjálf greint frá því í til­kynn­ingu sinni að haf­ís á norðan­verðu rann­sókn­ar­svæðinu hindraði að hluta áætlaða yf­ir­ferð. „Því gæti verið um að ræða van­mat á magni kynþroska stofn­hlut­ans, en ekki er unnt að meta um­fang þess,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Það verður vertíð. Við finn­um hana (loðnuna) í janú­ar,“ seg­ir Binni að lok­um.

mbl.is