Birgitta Líf komin með einkanúmer á Range Roverinn

Birgitta Líf Björnsdóttir er komin með einkanúmer á bíl föður …
Birgitta Líf Björnsdóttir er komin með einkanúmer á bíl föður síns. Ljósmynd/Instagram

World Class-erf­ing­inn Birgitta Líf Björns­dótt­ir er mik­ill fag­ur­keri og vel­ur það besta. Þeir sem fylgj­ast með Birgittu á sam­fé­lags­miðlum hafa ef til vill tekið eft­ir því að hún keyr­ir um á ein­stak­lega flott­um Range Rover sem skart­ar rauðum leður­sæt­um. 

Range Rover­inn er 2014-ár­gerð og lengi vel var hann á hefðbundn­um bíl­núm­er­um. Nú er hún hins veg­ar kom­in með einka­núm­erið BLB sem er í stíl við nýj­asta síma­hulst­ur henn­ar, sem er einnig merkt upp­hafs­stöf­un­um. 

Á vef Sam­göngu­stofu kem­ur fram að Birgitta Líf er ekki skráður eig­andi bíls­ins held­ur faðir henn­ar, Björn Krist­mann Leifs­son eða Bjössi í World Class eins og hann er jafn­an kallaður. Sjálf­ur keyr­ir hann um á sams kon­ar bíl, bara splunku­nýj­um, með app­el­sínu­gul­um skoðun­ar­miða.

mbl.is