Ræddu um loftslagsgjöld á landamærum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, tók í dag þátt í fundi Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD) um sjálf­bæra þróun.

Þar var rætt um hug­mynd­ir um lofts­lags­gjöld á landa­mær­um vegna inn­flutn­ings frá svæðum sem leggja ekki á kol­efn­is­gjöld eða los­un­ar­kvóta og nýt­ingu gjald­anna í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Hug­mynd­ir um slík gjöld eru til skoðunar hjá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Fram kom í máli ráðherra að brýn­ast væri að fjalla um um­hverf­is­mál í stóru sam­hengi og hvernig bregðast ætti við lofts­lags­vand­an­um. Ljóst væri að lofts­lags­gjöld á landa­mær­um væru nauðsyn í áliðnaði. „Ísland er nokkuð stórt á heims­markaði þegar kem­ur að fram­leiðslu áls. Í álfram­leiðslu hér á landi eru nýtt­ir hrein­ir orku­gjaf­ar en þrátt fyr­ir marga alþjóðlega fundi og áhuga á græn­um orku­gjöf­um er al­mennt ekki greitt yf­ir­verð fyr­ir slík­ar græn­ar afurðir,“ sagði ráðherra, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Rætt hef­ur verið um að nýta gjöld vegna kol­efn­is­notk­un­ar í bar­átt­una gegn lofts­lags­vand­an­um í þró­un­ar­ríkj­um. Bjarni sagðist telja að til þess að samstaða næðist um slíkt þyrfti að verja um­tals­verðum hluta tekna sem kæmu af slík­um gjöld­um í aðgerðir í lofts­lags­mál­um heima­fyr­ir. Heppi­legra væri að nýta þá innviði sem til staðar væru, svo sem Græna lofts­lags­sjóðinn í stað þess að stofna nýja sem hefðu sama mark­mið.

mbl.is