Þarf 120 milljónir í viðbót

Hafró skortir fé til leitar að loðnu.
Hafró skortir fé til leitar að loðnu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Haf­rann­sókna­stofn­un fer fram á það við fjár­laga­nefnd Alþing­is að fá 120 millj­óna króna viðbótar­fjárfram­lag á fjár­lög­um næsta árs til að geta stundað loðnu­leit og mæl­ing­ar á stofn­stærð loðnu á næsta ári.

Þetta kem­ur fram í um­sögn stofn­un­ar­inn­ar við fjár­laga­frum­varp næsta árs. Bend­ir Haf­rann­sókna­stofn­un á að við mæl­ing­ar á hrygn­ing­ar­göngu og veiðistofni loðnunn­ar sem geng­ur að land­inu norðan­verðu í janú­ar og fe­brú­ar hafi út­gerðir upp­sjáv­ar­skipa áður hlaupið und­ir bagga með Haf­rann­sókna­stofn­un og gert þetta á sinn kostnað fram á þetta ár.

Vertíðirn­ar 2019 og 2020 var stofn­stærð loðnu hins veg­ar það lít­il að veiði var ekki leyfð. Útgerðirn­ar séu því ekki til­bún­ar að leggja í þenn­an kostnað leng­ur og bendi á að þær greiði þegar skatta og veiðigjöld til viðbót­ar.

Samn­ing­ar tók­ust fyrr á þessu ári milli Hafró og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi um að út­gerðirn­ar tækju þátt í mæl­ing­un­um með stofn­un­inni, sem greiddi þeim 30 millj­ón­ir fyr­ir það.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: