Þarf 120 milljónir í viðbót

Hafró skortir fé til leitar að loðnu.
Hafró skortir fé til leitar að loðnu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hafrannsóknastofnun fer fram á það við fjárlaganefnd Alþingis að fá 120 milljóna króna viðbótarfjárframlag á fjárlögum næsta árs til að geta stundað loðnuleit og mælingar á stofnstærð loðnu á næsta ári.

Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar við fjárlagafrumvarp næsta árs. Bendir Hafrannsóknastofnun á að við mælingar á hrygningargöngu og veiðistofni loðnunnar sem gengur að landinu norðanverðu í janúar og febrúar hafi útgerðir uppsjávarskipa áður hlaupið undir bagga með Hafrannsóknastofnun og gert þetta á sinn kostnað fram á þetta ár.

Vertíðirnar 2019 og 2020 var stofnstærð loðnu hins vegar það lítil að veiði var ekki leyfð. Útgerðirnar séu því ekki tilbúnar að leggja í þennan kostnað lengur og bendi á að þær greiði þegar skatta og veiðigjöld til viðbótar.

Samningar tókust fyrr á þessu ári milli Hafró og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að útgerðirnar tækju þátt í mælingunum með stofnuninni, sem greiddi þeim 30 milljónir fyrir það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: