Töpuðu 214 milljörðum króna á 3 mánuðum

AFP

IAG, móður­fé­lag Brit­ish Airways og spænska flug­fé­lags­ins Iber­ia, tapaði 1,3 millj­örðum evra, sem svar­ar til 214 millj­örðum króna, á þriðja árs­fjórðungi. Um tap af rekstri er að ræða en á sama tíma­bili í fyrra nam rekstr­ar­hagnaður­inn 1,4 millj­örðum evra.

Fé­lagið mun í næstu viku birta af­kom­una í heild á árs­fjórðungn­um en tekju­sam­drátt­ur­inn er 83% á milli ára og námu tekj­urn­ar nú 1,2 millj­örðum evra. 

Í til­kynn­ingu IAG kem­ur fram að ekki sé út­lit fyr­ir að starf­sem­in á yf­ir­stand­andi árs­fjórðungi verði nema 30% af því sem hún var á sama tíma­bili í fyrra. 

Bók­an­ir hafi ekki náð sér á strik hjá flug­fé­lög­um og það megi rekja til aðgerða sem stjórn­völd margra ríkja Evr­ópu hafa gripið til vegna annarr­ar bylgju kór­ónu­veirunn­ar. Þar er nefnd­ar sótt­varnaaðgerðir eins og að fólk sé beðið um að halda sig heima, aukn­ar kröf­ur um sótt­kví ferðamanna og eins skorti á að skiman­ir séu gerðar fyr­ir brott­för. 

For­stjóri Brit­ish Airways, Sean Doyle, hvatti á mánu­dag bresku rík­is­stjórn­ina til þess að binda endi á kröfu um að þeir farþegar sem koma er­lend­is frá þurfi að sæta sótt­kví við kom­una til Bret­lands.

mbl.is