Reiknað með 400 þúsund tonnum

Óvissa er um veiðar í vetur en bjartara útlit 2022.
Óvissa er um veiðar í vetur en bjartara útlit 2022.

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) kynnir í lok næsta mánaðar ráðgjöf um upphafsaflamark loðnuvertíðarinnar 2022.

Reiknað er með að miðað verði við 400 þúsund tonn í ráðgjöf ICES, en samkvæmt reiknireglu er þak sett við það hámark. Ráðgjöfin verður síðan endurskoðuð næsta haust og aftur í ársbyrjun 2022 og gæti hækkað eða lækkað.

Í ráðgjöf ICES verður byggt á mælingum á ungloðnu í leiðangri Hafrannsóknastofnunar í september. Í leiðangrinum mældust um 146 milljarðar einstaklinga, vísitala 146, og var það hæsta vísitala ungloðnu í 25 ár. Fyrir 20-30 árum þegar vísitala ungloðnu var í kringum 100 veiddust iðulega um og yfir milljón tonn næsta fiskveiðiár á eftir. Talsverðar umhverfisbreytingar hafa orðið á þessum tíma, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: