Reiknað með 400 þúsund tonnum

Óvissa er um veiðar í vetur en bjartara útlit 2022.
Óvissa er um veiðar í vetur en bjartara útlit 2022.

Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) kynn­ir í lok næsta mánaðar ráðgjöf um upp­hafsafla­mark loðnu­vertíðar­inn­ar 2022.

Reiknað er með að miðað verði við 400 þúsund tonn í ráðgjöf ICES, en sam­kvæmt reikni­reglu er þak sett við það há­mark. Ráðgjöf­in verður síðan end­ur­skoðuð næsta haust og aft­ur í árs­byrj­un 2022 og gæti hækkað eða lækkað.

Í ráðgjöf ICES verður byggt á mæl­ing­um á ung­loðnu í leiðangri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í sept­em­ber. Í leiðangr­in­um mæld­ust um 146 millj­arðar ein­stak­linga, vísi­tala 146, og var það hæsta vísi­tala ung­loðnu í 25 ár. Fyr­ir 20-30 árum þegar vísi­tala ung­loðnu var í kring­um 100 veidd­ust iðulega um og yfir millj­ón tonn næsta fisk­veiðiár á eft­ir. Tals­verðar um­hverf­is­breyt­ing­ar hafa orðið á þess­um tíma, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: