Aðkomu Landhelgisgæslunnar að togaranum Drangi sem sökk óvænt á Stöðvarfirði í gærmorgun lauk síðdegis í gær. Kafarar Landhelgisgæslunnar lokuðu lúgum á togaranum og þéttu öll öndunarop, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.
Varðskipið Þór kom að aðgerðunum en skipið er nú farið frá Stöðvarfirði. Næstu skref eru í höndum tryggingafélags togarans og þeirra aðila sem félagið fær til að ná skipinu af botni hafnarinnar.
Vísir greindi fyrst frá.