Togari og kvóti fylgir kaupunum á Bergi ehf.

Togarinn Bergur Ve er greður út af Bergi ehf. sem …
Togarinn Bergur Ve er greður út af Bergi ehf. sem nú er í eigu Bergs-Hugins ehf. Það útgerðarfélag er að fullu í eigu Síldarvinnslunnar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Útgerðarfé­lagið Berg­ur-Hug­inn ehf., sem er að fullu í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar, mun festa kaup á út­gerðarfé­lag­inu Bergi ehf. í Vest­manna­eyj­um sam­kvæmt samn­ingi sem und­ir­ritaður var á laug­ar­dag.

Afla­heim­ild­ir Bergs ehf. eru 0,36% af heild­arkvóta á fisk­veiðiár­inu 2020-2021 eða sem nem­ur 1.514 þorskí­gildist­onn­um, að því er fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar, en kaup­in eru gerð með fyr­ir­vara um samþykki sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Þá seg­ir að fé­lag­inu fylgi tog­ar­inn Berg­ur VE 44 sem smíðaður var hjá Kar­sten­sens Skibsværft í Ska­gen í Dan­mörku árið 1998 og hef­ur verið í eigu fyr­ir­tæk­is­ins frá ár­inu 2005. Tog­ar­inn er 569 brútt­ót­onn að stærð

Saga fé­lag­anna í Vest­manna­eyj­um er rak­in á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar:

„Segja má að saga Bergs-Hug­ins og Bergs sé samof­in en upp­haf henn­ar má rekja til árs­ins 1954 þegar vél­bát­ur­inn Berg­ur VE 44 var keypt­ur til Vest­manna­eyja, en þá var Berg­ur hf. stofnað af þeim Kristni Páls­syni og Magnúsi Bergs­syni tengda­föður hans. Árið 1972 var út­gerðarfé­lagið Berg­ur-Hug­inn stofnað en að því stóðu út­gerðarfé­lög­in Berg­ur hf. og Hug­inn hf. og var meg­in­til­gang­ur hins sam­einaða fé­lags að festa kaup á skut­tog­ara og hefja út­gerð hans. Þeir bræður Krist­inn og Sæ­vald Páls­syn­ir, út­gerðar­menn frá Þing­holti í Vest­manna­eyj­um, renndu hýru auga til skut­tog­ara­út­gerðar og fengu mág sinn, Guðmund Inga Guðmunds­son út­gerðarmann Hug­ins, til liðs við sig og sam­an stofnuðu þeir út­gerðarfé­lagið Berg-Hug­in ehf. sem síðan festi kaup á skut­tog­ar­an­um Vest­manna­ey.

Þegar tog­ar­inn var keypt­ur var ákveðið að gera Berg út áfram og var hann gerður út á net, troll og loðnu en skip­stjóri á hon­um var Sæ­vald  Páls­son. Árið 1983 var ákveðið að skipta upp fé­lag­inu Bergi-Hug­in en Sæ­vald dró sig út úr því og hélt áfram út­gerð Bergs.

Árið 2012 festi Síld­ar­vinnsl­an hf. kaup á Bergi-Hug­in ehf. og eru skip fé­lags­ins, Vest­manna­ey og Ber­gey, gerð út frá Vest­manna­eyj­um. Magnús Krist­ins­son stýrði dag­leg­um rekstri Bergs-Hug­ins til árs­ins 2017, eins og hann hafði gert frá stofn­un fé­lags­ins, en þá tók Arn­ar Rich­ards­son tengda­son­ur Magnús­ar við sem rekstr­ar­stjóri. Elfa Ágústa, dótt­ir Magnús­ar,  starfar á skrif­stofu Bergs-Hug­ins og er hún fjórði ætliður­inn sem starfar hjá fyr­ir­tæk­inu.“

mbl.is