Ferðaþjónustan muni ekki jafna sig 2021

Flugfreyjur Qatar Airways í Sydney í Ástralíu. Flugfélög, og þar …
Flugfreyjur Qatar Airways í Sydney í Ástralíu. Flugfélög, og þar með starfsfólk þeirra, hafa farið illa út úr faraldrinum. AFP

Kom­um alþjóðlegra ferðamanna á heimsvísu fækkaði um 70 pró­sent á fyrstu átta mánuðum árs­ins 2020 vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Alþjóðaferðamála­stofn­un­in (WTO) greindi frá þessu í dag en stofn­un­in spá­ir því að ferðamannaiðnaður­inn á heimsvísu muni ekki ná að jafna sig fyr­ir árs­lok 2021. 

Eins og Íslend­ing­ar urðu var­ir við eyðilagðist há­anna­tíma­bil í ferðamannaiðnaðnum á norður­hveli jarðar þetta árið, hvað varðar alþjóðlega ferðamenn. Þeim fækkaði um 81% í júlí og 79% í ág­úst.

Átta sinn­um stærra tap en í efna­hags­hrun­inu

Kom­ur farþega til landa á heimsvísu voru 700 millj­ón­um færri frá janú­ar til ág­úst sam­an­borið við sama tíma­bil ári áður. Tapið sem af því hlaust hleyp­ur á 730 bill­jón­um dala. Er um að ræða tap sem er meira en átta sinn­um stærra en tapið sem varð í kjöl­far efna­hags­hruns­ins á fyrsta ára­tug þess­ar­ar ald­ar. 

„Þessi ófyr­ir­sjá­an­legi sam­drátt­ur hef­ur drama­tísk áhrif á efna­hag þjóða sem og veru­leg­ar fé­lags­leg­ar af­leiðing­ar. Hann set­ur millj­ón­ir í hættu á að missa lífsviður­væri sitt,“ sagði Zurab Poloikashvili, fram­kvæmda­stjóri WTO, í yf­ir­lýs­ingu.

Mest­ur varð sam­drátt­ur­inn í Asíu en þar skall far­ald­ur­inn fyrst á. Kom­um ferðamanna til lands­ins fækkaði um 79% á fyrstu átta mánuðum árs­ins. 69% færri ferðamenn fóru til Afr­íku og Mið-Aust­ur­landa, 68% færri til Evr­ópu og 65% færri til Am­er­íku. 

WTO spá­ir því að kom­ur alþjóðlegra ferðamanna muni á heimsvísu drag­ast sam­an um 70% á ár­inu 2020 í heild sinni. Ferðamannaiðnaður­inn mun, að mati stofn­un­ar­inn­ar, ekki jafna sig fyr­ir árs­lok 2021. 

mbl.is