Sjálfbær þróun sé í hættu

Antonio Guterres.
Antonio Guterres. AFP

António Guter­res aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna varaði við því að Covid-19 far­ald­ur­inn stefndi þeim ár­angri í hættu sem náðst hef­ur í sjálf­bærri þróun.

„Far­ald­ur­inn er ekki aðeins heilsu­vá. Sá stöðugi ár­ang­ur sem náðst hef­ur frá alda­mót­um í sjálf­bærri þróun er í hættu,“ sagði Guter­res þegar hann ávarpaði Norður­landaráð í dag.

Guter­res hrósaði Norður­lönd­um sem hann sagði „mikla vini Sam­einuðu þjóðanna og stuðnings­menn fjölþjóðlegr­ar sam­vinnu og sjálf­bærr­ar þró­un­ar.“

Hann sagði að fund­ur Norður­landaráðs átti sér stað á tím­um kreppu og óvissu. Heim­ur­inn stæði and­spæn­is far­aldri sem hefði dregið fram í dags­ljósið margs kyns veik­leika í sam­fé­lög­um okk­ar.

Guter­res sagði að nokk­ur já­kvæð teikn væru á lofti í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn. Alþjóðleg sam­vinna hefði skilað ár­angri í að tryggja Covid-próf í fá­tæk­ari ríkj­um og sam­vinna lofaði góðu um kaup á bólu­efni. Hins veg­ar sagði hann að þörf væri á að afla 14 millj­arða Banda­ríkja­dala til að fjár­magna verk­efn­in.

„Það er afar þýðing­ar­mikið að bólu­efni sé til, standi öll­um til boða og á viðráðan­legu verði … eng­inn er ör­ugg­ur fyrr en við erum öll ör­ugg,” sagði Guter­res.

Aðgerða þörf í lofts­lags­mál­um

Aðal­fram­kvæmda­stjór­inn minnti á að lofts­lags­breyt­ing­ar sem hann sagði að snertu Norður­lönd sér­stak­lega, ykj­ust hröðum skref­um. Hita­met hefðu verið sleg­in á Norður­skaut­inu á þessu ári. Það væri raun­veru­leg­ur mögu­leiki að norður­skautið yrði ís­laust á okk­ar ævi­skeiði.

Hann sagði að Sam­einuðu þjóðirn­ar myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að efla metnaðarfull­ar aðgerðir í lofts­lag­mál­um. „Ríki ykk­ar hafa sögu­lega verið á meðal öfl­ug­ustu stuðnings­manna lofts­lagsaðgerða og Heims­mark­miðanna um sjálf­bæra þróun. Heim­ur­inn þarf á for­ystu ykk­ar að halda meir en nokkru sinni fyrr. Það er von mín að fé­lag­ar í Norður­landaráði muni vera al­heims-fyr­ir­mynd um grænt og sjálf­bær end­ur­reisn­ar­starf í allra þágu.“

Auk António Guter­res voru þátt­tak­end­ur Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, for­seti Norður­landaráðs, ásamt nor­rænu for­sæt­is­ráðherr­un­um og odd­vit­um lands­stjórn­anna, þeim Mette Frederik­sen, Sönnu Mar­in, Stef­an Löf­ven, Ernu Sol­berg, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, Kim Kiel­sen, Bárði á Steig Niel­sen og Veronicu Thörn­roos.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina