Með Saddam Hussein-klukku í stofunni

Rithöfundurinn Halldór Armand býr í skemmtilegri íbúð í Háaleitishverfinu sem er búin mörgum áhugaverðum hlutum eins og þessari klukku með mynd af Saddam Hussein. Hussein varð forseti Íraks 1979 og gegndi því hlutverki þangað til hann var dæmdur til dauða 2006.

Halldór Armand er gestur í þættinum Heimilislífi sem sýndur verður á Smartlandi kl. 06.00 í fyrramálið. 

Halldór var að gefa út sína fjórðu bók, Bróður, sem kemur formlega út á morgun en hún fjallar um systkinin Tinnu og Skorra og grimmd örlaganna. 

mbl.is