Tilraunir með myndavélaeftirlit hefjast í nóvember

Tilraunir með notkun myndavéla við eftirlit með fiskveiðum hefst í …
Tilraunir með notkun myndavéla við eftirlit með fiskveiðum hefst í næsta mánuði. Ljósmynd/Australian Fisheries Management Authority

Fiski­stofa hef­ur á und­an­förn­um vik­um unnið að því að hefja til­raun­ir með mynda­véla­eft­ir­lit um borð fiski­bát­um og -skip­um í sam­ræmi við til­lög­ur verk­efna­stjórn­ar um bætt eft­ir­lit með fisk­veiðiauðlind­inni, að sögn Viðars Ólason­ar, deild­ar­stjóra sjó­eft­ir­lits­deild­ar hjá Fiski­stofu.

Hann seg­ir verk­efnið unnið í góðu sam­starfi við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og Lands­sam­band smá­báta­eig­enda. Þá hef­ur til að byrja með verið gert sam­komu­lag við einn út­gerðaraðila um að koma fyr­ir fyrstu mynda­vél­inni í ein­um bát og hefst sú til­raun um miðjan nóv­em­ber. „Þetta er spenn­andi verk­efni og von­andi geng­ur þetta vel,“ seg­ir Viðar.

Ekk­ert úr frum­varpi

Um tíma leit út fyr­ir að mynda­véla­eft­ir­liti yrði komið á með lög­um en frum­varp til laga um mynda­véla­eft­ir­lit í sjáv­ar­út­vegi var kynnt árið 2018. Í sam­ráðsferl­inu komu hins veg­ar fram at­huga­semd­ir við hugs­an­lega til­hög­un eft­ir­lits­ins. Frum­varpið var aldrei kynnt í rík­is­stjórn.

Verk­efn­is­stjórn um bætt eft­ir­lit með fisk­veiðiauðlind­inni var skipuð í mars 2019 í kjöl­far skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar frá des­em­ber 2018, en þar var fjallað um veik­b­urða og óskil­virkt eft­ir­lit Fiski­stofu. Í sum­ar, nán­ar til tekið júlí, skilaði verk­efn­is­stjórn­in skýrslu sinni. Þar er lagt til að Fiski­stofa fái laga­heim­ild­ir til ra­f­rænn­ar fjar­vökt­un­ar til eft­ir­lits auk þess sem stofn­un­in er hvött til þess að hefja sam­vinnu við út­gerðarfyr­ir­tæk­in við notk­un mynda­véla.

Tæki­færi í notk­un dróna

Þá var einnig talið nauðsyn­legt að huga meðal ann­ars að notk­un ómannaðra loft­fara, en Land­helg­is­gæsl­an hef­ur nú þegar notað dróna við eft­ir­lits­störf sín og hef­ur Georg Lárus­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, áður tjáð sig um kosti slíkra tækja.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: