Tilraunir með myndavélaeftirlit hefjast í nóvember

Tilraunir með notkun myndavéla við eftirlit með fiskveiðum hefst í …
Tilraunir með notkun myndavéla við eftirlit með fiskveiðum hefst í næsta mánuði. Ljósmynd/Australian Fisheries Management Authority

Fiskistofa hefur á undanförnum vikum unnið að því að hefja tilraunir með myndavélaeftirlit um borð fiskibátum og -skipum í samræmi við tillögur verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni, að sögn Viðars Ólasonar, deildarstjóra sjóeftirlitsdeildar hjá Fiskistofu.

Hann segir verkefnið unnið í góðu samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Landssamband smábátaeigenda. Þá hefur til að byrja með verið gert samkomulag við einn útgerðaraðila um að koma fyrir fyrstu myndavélinni í einum bát og hefst sú tilraun um miðjan nóvember. „Þetta er spennandi verkefni og vonandi gengur þetta vel,“ segir Viðar.

Ekkert úr frumvarpi

Um tíma leit út fyrir að myndavélaeftirliti yrði komið á með lögum en frumvarp til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi var kynnt árið 2018. Í samráðsferlinu komu hins vegar fram athugasemdir við hugsanlega tilhögun eftirlitsins. Frumvarpið var aldrei kynnt í ríkisstjórn.

Verkefnisstjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni var skipuð í mars 2019 í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar frá desember 2018, en þar var fjallað um veikburða og óskilvirkt eftirlit Fiskistofu. Í sumar, nánar til tekið júlí, skilaði verkefnisstjórnin skýrslu sinni. Þar er lagt til að Fiskistofa fái lagaheimildir til rafrænnar fjarvöktunar til eftirlits auk þess sem stofnunin er hvött til þess að hefja samvinnu við útgerðarfyrirtækin við notkun myndavéla.

Tækifæri í notkun dróna

Þá var einnig talið nauðsynlegt að huga meðal annars að notkun ómannaðra loftfara, en Landhelgisgæslan hefur nú þegar notað dróna við eftirlitsstörf sín og hefur Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, áður tjáð sig um kosti slíkra tækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: