Fiskur kerfisbundið skráður of smár

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu, segir reglur um …
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu, segir reglur um undirmálsfisk mikilvægar þar sem þeær eiga að draga úr brottkasti en þeim fylgir freistnivandi. mbl.is/Árni Sæberg

Mæl­ing­ar Fiski­stofu árin 2015 til 2019 sýna að það sé mjög al­gengt að afli sem er skráður sem smá­fisk­ur (und­ir­máls­afli) við vigt­un – og telst þannig aðeins til helm­ings afla­heim­ilda – sé raun­veru­lega stærri fisk­ur sem ætti að skrá sem al­menn­an afla.

Eft­ir­lits­menn Fiski­stofu hafa reglu­lega eft­ir­lit með rétt­mæti skrán­ing­ar á und­ir­máls­afla, það er að segja afla sem er styttri en út­gef­in lengd­ar­viðmið, bæði á hafn­ar­vog og í vinnslu­hús­um. Þetta er gert með því að taka pruf­ur úr lönduðum und­ir­máls­afla og at­huga hvort flokk­un­in í und­ir­mál stand­ist þær regl­ur sem um hana gilda.

Í tæp­lega 59% til­fella sem Fiski­stofa mældi und­ir­mál (hvort fisk­ur væri minni en út­gef­in lengd­ar­viðmið) árið 2019 kom í ljós að ekki var um raun­veru­leg­an und­ir­máls­afla að ræða. Hlut­fallið sveifl­ast nokkuð á tíma­bil­inu frá 2015 og nam hlut­fallið um 44% árið 2018, rúm­um 34% árið 2017, 44% árið 2016 og tæp­lega 52% árið 2015.

„Þetta seg­ir okk­ur tölu­vert,“ seg­ir Áslaug Eir Hólm­geirs­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits­sviðs hjá Fiski­stofu. „Menn eru að skrá afla sem und­ir­mál og fá þannig helm­ingsafslátt á kvót­an­um, en svo stenst það ekki þegar að er gáð.“ Vís­ar hún til þess að þegar und­ir­máls­afli er reiknaður til kvóta gild­ir hann ein­ung­is helm­ing­inn af því sem gild­ir um stærri fisk.

Mik­il­væg­ur hvati en skap­ar freistni­vanda

Sam­kvæmt lög­um er skylda að koma með all­an afla að landi og hef­ur verið ákveðið að koma til móts við þá sem fá smærri fiska og draga ein­ung­is helm­ing af kvót­an­um af bátn­um. „Málið er að þetta er rosa­lega mik­il­væg regla, því ástæðan fyr­ir henni er að skapa hvata til að draga úr brott­kasti. Hvetja menn til að koma með smá­fisk að landi í stað þess að henda hon­um í sjó­inn. Mark­miðið og til­gang­ur regl­unn­ar er mjög góður en það er alltaf þessi freistni­vandi til staðar,“ seg­ir Áslaug og vís­ar til þess að með því að skrá stærri fisk sem und­ir­mál er hægt að minnka kvótafrá­drátt­inn vegna afl­ans sem landaður er.

Spurð hvort um kerf­is­bund­inn vanda sé að ræða svar­ar hún: „Ég myndi halda það. Við sjá­um líka að þegar við mæt­um í eft­ir­lit á höfn, leika menn þann leik – því þeir vilja ekki lenda í svona mæl­ingu – að þá eru þeir allt í einu ekki með und­ir­máls­afla held­ur breyt­ist þetta í VS-afla þann dag­inn. Þannig að sá afli sem þeir ætluðu sér að skrá sem und­ir­máls­afla verður VS-afli þegar við erum með eft­ir­lit. Þetta sjá­um við líka þegar við skoðum gögn­in okk­ar.“

Mik­il mun­ur milli hafna

Það er samt spurn­ing hvort þetta sé út­breitt vanda­mál eða hvort það séu sömu aðilar sem eru staðnir að því að skrá und­ir­máls­afla rangt. Áslaug seg­ir ekki vís­bend­ingu um slíkt. „Við reyn­um að passa að vera ekki að mæla sama aðila mörg­um sinn­um, þó kannski kunni að koma ein­staka sinn­um fyr­ir að sami aðili er mæld­ur tvisvar sama árið. Við reyn­um að dreifa þessu. Og við sjá­um líka eft­ir höfn­um að það er ein­hvern veg­inn miklu al­geng­ara að menn nýti sér það að aðskilja afl­ann og skrá und­ir­mál á viss­um stöðum. Til dæm­is hef­ur Bol­ung­ar­vík verið hæst ár eft­ir ár á meðan aðrir nota mjög lítið þessa reglu og eru ekk­ert að skrá und­ir­máls­afla. Þannig að þetta virðist vera svæðis­bundið hvort menn hag­nýti þessa reglu eða ekki.“

Sam­kvæmt töl­um Fiski­stofu er und­ir­máls­afl­inn mest­ur árin 2016 til 2020 á Bol­ung­ar­vík, eða 1.483 tonn, en langt­um minni á Pat­reks­firði eða 187 tonn. Á móti eru til­tölu­lega um­svifa­mikl­ar hafn­ir á borð við Grinda­vík aðeins með 489 tonn og Nes­kaupstaður með 593 tonn, sem er aðeins 40% af því sem skráð er sem und­ir­mál á Bol­ung­ar­vík.

Fram kem­ur á vef Fiski­stofu að stofn­un­in hyggst á næst­unni birta frek­ari upp­lýs­ing­ar um lönd­un og skrán­ingu á und­ir­máls­afla. Þá seg­ir að Fiski­stofa „beit­ir áhættu­grein­ingu af ýmsu tagi til þess að hafa eft­ir­lit með fisk­veiðum sem áhrifa­rík­ast. Þetta er mik­il­væg­ur þátt­ur í því hlut­verki Fiski­stofu að gæta hags­muna þjóðar­inn­ar við ábyrga nýt­ingu auðlinda hafs­ins.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: