Herjólfur kominn úr slipp

Herjólfur er verðlaunaskip.
Herjólfur er verðlaunaskip. mbl.is/Sigurður Bogi

Vest­manna­eyja­ferj­an Herjólf­ur er kom­in úr slipp, en gert er ráð fyr­ir að hann hefji reglu­bundn­ar sigl­ing­ar milli Vest­manna­eyja og Land­eyj­ar­hafn­ar á morg­un. Þetta seg­ir Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs ohf., í sam­tali við mbl.is. 

„Hann kom í gær­kvöldi og það er bara verið að gera hann klár­an núna. Við ger­um ráð fyr­ir að hann verði sett­ur und­ir á morg­un. Það er verið að tæma hann af þeim búnaði sem tók­um með okk­ur til baka,“ seg­ir Guðbjart­ur og bæt­ir við að verið sé að gera mæl­ing­ar og end­urstilla búnað. 

Aðspurður seg­ir hann að sigld­ar verði sex ferðir milli Land­eyj­ar­hafn­ar og Vest­manna­eyja næstu vik­ur. „Það verður svo­leiðis á meðan veður og sjó­lag er ekki að trufla okk­ur. Ef svo er þá verða þetta tvær ferðir á dag til Þor­láks­hafn­ar.“

mbl.is