Jóladagatal með ekta víngúmmíi

Jóla­daga­töl fyr­ir full­orðna njóta mik­illa vin­sælda um þess­ar mund­ir. Ef það er ein­hvern tím­ann stemn­ing fyr­ir því að lífga upp á des­em­ber með sæt­ind­um þá er það núna. Versl­un­in Epal er þekkt fyr­ir að bjóða bara upp á það besta en nú er for­sala haf­in á jóla­da­ga­tali frá Wally & Whiz sem er fyllt með hand­gerðu dönsku víngúmmíi. Daga­talið er æv­in­týri fyr­ir bragðlauk­ana með ljúf­feng­um bragðsam­setn­ing­um og jólaívafi.

Víngúmmí og víngúmmí er ekki það sama og þess má geta að sæl­gætið í þessu daga­tali er veg­an, glút­en­laust, laktósa­frítt og inni­held­ur eng­in ónátt­úr­leg litar­efni og bragðefni. Það er erfitt að stand­ast þetta ljúf­fenga sæl­gæti sem hent­ar öll­um! 

mbl.is