Loftrýmisgæslu NATO yfir landinu lýkur í dag þegar F15-orrustuþotur bandaríska flughersins yfirgefa landið eftir fjögurra vikna dvöl.
Hér eru þrjár þeirra á flugi yfir hálendinu einn góðviðrisdag, með Langjökul í baksýn.
Að sögn Jóns B. Guðnasonar hjá Landhelgisgæslunni gekk loftrýmisgæslan vel en veirufaraldurinn flækti hana þó töluvert.