Seðlabanki sýknaður af kröfum Samherja

Við upphaf aðalmeðferðar í máli Samherja gegn Seðlabanka Íslands í …
Við upphaf aðalmeðferðar í máli Samherja gegn Seðlabanka Íslands í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Seðlabanki Íslands hef­ur verið sýknaður af kröf­um út­gerðarfé­lags­ins Sam­herja, sem kraf­ist hafði rúm­lega 306 millj­óna króna í skaðabæt­ur og 10 millj­óna í miska­bæt­ur frá bank­an­um.

Kröf­ur Sam­herja voru reist­ar á því að fé­lagið hefði þurft að greiða 306 í laun til starfs­manna sem komu að málsvörn fyr­ir­tæk­is­ins gegn mála­rekstri Seðlabank­ans, er hann rann­sakaði meint brot fyr­ir­tæk­is­ins á regl­um um gjald­eyr­is­mál.

Stór hluti upp­hæðar­inn­ar, um 250 millj­ón­ir króna, væru til komn­ar vegna kostnaðar við þjón­ustu lög­fræðinga.

Tæp­lega í mál­efna­leg­um tengsl­um við rann­sókn

Í dóm­in­um seg­ir meðal ann­ars að sum­ir þeirra reikn­inga, sem Sam­herji vísaði til í mál­inu, séu vegna kostnaðar sem tæp­lega verði tal­inn í mál­efna­leg­um tengsl­um við rann­sókn Seðlabank­ans eða aðrar aðger­ir.

„Á það meðal ann­ars við um reikn­ing Lex lög­manns­stofu að fjár­hæð 55,5 millj­ón­ir vegna kostnaðar sem Arna Bryn­dís McClure, starfsmaður stefnd­anda, kvað meðal ann­ars ann­ars að kom­inn væri til vegna um­fangs­mik­illa starfa í tengslumvið kæru til Mann­rétt­inda­dóm­stóls fyr­ir breskt fyr­ir­tæki en Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn­hefði síðan vísað kær­unni frá,“ seg­ir í dóm­in­um.

„Eng­in frek­ari gögn um þá vinnu og hvernig hún teng­ist þeirri hátt­semi stefnda sem skaðabótakrafa stefn­anda bygg­ist á liggja hins veg­ar fyr­ir í mál­inu.“

Tak­mörkuð sönn­un­ar­færsla um tjón

Þá verði held­ur ekki séð af gögn­um máls­ins, „hvort og að hvaða leyti ráðgjaf­ar­störf Jóns Ótt­ars  Ólafs­son­ar, sem  fé­lög­in  Jural­is-ráðgjaf­ar­stofa  slhf.  og  PPP  sf.  gáfu  út  reikn­inga  fyr­ir,  og nema rúm­lega 135 millj­ón­um króna voru stefn­anda nauðsyn­leg vegna rann­sókn­ar stefnda og þar með af­leiðing af hátt­semi stefnda sem sjá mátti fyr­ir“, seg­ir enn frem­ur í dóm­in­um.

Rík­ari kröf­ur verði þá að gera til sönn­un­ar­færslu um að hátt­semi bank­ans hafi valdið tjóni, þegar um sé að ræða vinnu starfs­manna en ekki aðkeypta vinnu.

„Tak­mörkuð sönn­un­ar­færsla stefn­anda um tjón sitt hvað  þetta varðar  ger­ir  enn frem­ur  að verk­um að dóm­ur­inn get­ur ekki tekið af­stöðu til þess að hversu miklu leyti störf Örnu voru tengd hús­leit­ar- og  hald­lagn­ing­araðgerðum  sam­kvæmt  kröfu  stefnda,  þar  sem  dóm­ur­inn  hef­ur  hafnað bóta­skyldu, og hversu stór þátt­ur starfa henn­ar sneri að rann­sókn stefnda, þar sem dóm­ur­inn hef­ur fall­ist á að til­tek­in skil­yrði skaðabóta­skyldu séu upp­fyllt.“

Málið var rekið fyr­ir héraðsdómi í sept­em­ber, sam­hliða máli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra Sam­herja. Hon­um voru, ólíkt fyr­ir­tæk­inu, dæmd­ar bæt­ur frá bank­an­um.

mbl.is