Seðlabankinn greiði Þorsteini skaða- og miskabætur

Við upphaf aðalmeðferðar í síðasta mánuði.
Við upphaf aðalmeðferðar í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Seðlabanki Íslands hef­ur verið dæmd­ur til að greiða Þor­steini Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja, tæp­ar 2,5 millj­ón­ir króna í skaðabæt­ur og 200 þúsund krón­ur til viðbót­ar í miska­bæt­ur.

Í dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur, sem féll í dag, er þeim sjón­ar­miðum Seðlabank­ans hafnað, að röng túlk­un bank­ans á refsi­heim­ild­um og beit­ing sekt­ar­heim­ild­ar í máli Þor­steins hafi verið af­sak­an­leg.

Röng túlk­un á refsi­heim­ild­um laga

„Verður því lagt til grund­vall­ar að sú ranga túlk­un á refsi­heim­ild­um sem stefndi viðhafði við meðferð máls stefn­anda [Þor­steins] og þegar stefndi [Seðlabank­inn] tók ákvörðun um að leggja á hann sekt 1. sept­em­ber 2016 hafi falið í sér sak­næma og ólög­mæta hátt­semi,“ seg­ir meðal ann­ars í dómn­um.

Komst dóm­ur­inn að þeirri niður­stöðu að Seðlabank­inn hefði lagt til grund­vall­ar ranga túlk­un á refsi­heim­ild­um laga um gjald­eyr­is­mál. Af­greiðsla og málsmeðferð bank­ans hefðu ekki verið í sam­ræmi við lög.

Skaðabóta­skyld­ur vegna tjóns

„Þegar horft er til at­vika máls­ins, og þá einkum þeirra krafna sem gera verður til stjórn­valda þegar þau fara með vald til að taka ákv­arðanir sem falla und­ir 1. mgr. 69. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar, verður að telja að meðferð og af­greiðsla máls­ins af hálfu starfs­manna stefnda hafi verið hald­in slík­um ann­mörk­um að skil­yrðinu um sak­næmi sé full­nægt og stefndi sé því skaðabóta­skyld­ur vegna tjóns stefn­anda,“ seg­ir í dómn­um.

Voru Þor­steini fyr­ir þetta dæmd­ar 2.480.000 kr. í skaðabæt­ur.

Ólög­mæt mein­gerð

Enn frem­ur lagði dóm­ur­inn til grund­vall­ar, að sú ákvörðun Seðlabank­ans að leggja stjórn­valds­sekt á Þor­stein, hefði falið í sér ólög­mæta mein­gerð gegn per­sónu hans í skiln­ingi skaðabóta­laga.

Fyr­ir þetta voru hon­um dæmd­ar, eins og áður sagði, 200.000 kr. í miska­bæt­ur.

mbl.is