Tæknirisar mala gull í faraldrinum

Tim Cook kynnir nýjustu afurð Apple. Hann stýrir því fyrirtæki …
Tim Cook kynnir nýjustu afurð Apple. Hann stýrir því fyrirtæki sem telst verðmætasta vörumerki í heimi. Ljósmynd/AFP

Banda­rísku tækn­iris­arn­ir kynntu upp­gjör fyr­ir þriðja árs­fjórðung í gær en all­ir skiluðu þeir met­hagnaði. Ris­arn­ir sem um ræðir eru Apple, Amazon, Face­book og Google. Sam­tals skiluðu um­rædd fyr­ir­tæki 38 millj­örðum dala í hagnað. Það er jafn­framt um­tals­vert meira en í öðrum árs­fjórðungi þegar hagnaður­inn nam um 29 millj­örðum dala. 

Vöxt­ur var í tekj­um allra fé­lag­anna, að Apple und­an­skildu þar sem tekj­ur dróg­ust sam­an um 7% sök­um seink­un­ar á út­gáfu nýs iP­ho­nes. Hins veg­ar var sam­an­lögð frammistaða fé­lag­anna fjög­urra um­tals­vert betri nú en í árs­fjórðungn­um á und­an. 

20% af verðmæti S&P500-vísi­töl­unn­ar

Sam­tals námu tekj­ur tækn­iris­anna um 220 millj­örðum dala, sem er um 20 millj­arða dala aukn­ing frá öðrum árs­fjórðungi. Síðar­nefndi fjórðung­ur­inn var jafn­framt fyrsta heila upp­gjörs­tíma­bilið frá því að heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru náði fót­festu í Banda­ríkj­un­um. 

Að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Mar­ketwatch um málið er sam­an­lagt verðmæti fé­lag­anna nú um 5,3 bill­jón­ir dala. Það er jafn­framt um fimmt­ung­ur af verðmæti S&P500-vísi­töl­unn­ar. Gengi hluta­bréfa í fyr­ir­tækj­un­um hækkaði eft­ir lok­un markaða í gær. Var hún á bil­inu 1,5%-5%. 

Tæknirisarnir.
Tækn­iris­arn­ir. AFP
mbl.is