Gríðarleg umskipti hjá Ryanair

AFP
Írska flug­fé­lagið Ry­ana­ir var rekið með 197 millj­óna evra, sem svar­ar til 32 millj­arða króna, tapi á fyrstu sex mánuðum rekstr­ar­árs­ins sam­an­borið við hagnað upp á 1,15 millj­arða evra, sem svar­ar til 189 millj­arða króna, á sama tíma­bili í fyrra. Skýr­ing­in er ein­föld – Covid-19.
Í af­komu­til­kynn­ingu Ry­ana­ir kem­ur fram að vegna Covid-19 hafi all­ur flug­floti fé­lags­ins verið kyrr­sett­ur frá og með miðjum mars til loka júní á sama tíma og ríki ESB komu á flug- og ferðabanni. Tekj­ur dróg­ust sam­an um 78% á tíma­bil­inu apríl til sept­em­ber og voru 1,2 millj­arðar evra. Alls fækkaði farþegum um 80% og voru rúm­lega 17 millj­ón­ir tals­ins á tíma­bil­inu. 

Fram kem­ur að meiri­hluti tekna Ry­ana­ir hafi verið á öðrum árs­fjórðungi rekstr­ar­árs­ins, júlí til sept­em­ber. Greint var frá því ný­verið að dregið verði úr flugáætl­un fé­lags­ins í vet­ur og rekstri skrif­stofa í Cork og Shannon á Írlandi hætt og Tou­lou­se í Frakklandi vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. 

mbl.is