Skráningarferli hafið hjá Arctic Fish

Arctic Fish er með eldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða.
Arctic Fish er með eldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða. mbl.is/Helgi Bjarnason.

Arctic Fish ehf. hef­ur fengið norska bank­ann DNB, Pareto Secu­rities og Ari­on Banka til að veita fé­lag­inu ráðgjöf við að kanna mögu­leik­ana á skrán­ingu fé­lags­ins á Merk­ur markaðinn í Nor­egi.  Það er gert ráð fyr­ir að skrán­ing­in verði á fyrsta árs­fjórðungi 2021.

Norway Royal Salmon (NRS), sem á 50% hlut í Arctic Fish, hef­ur ekki í hyggju að selja nein hluta­bréf í tengsl­um við mögu­lega skrán­ingu.  Ein af sviðsmynd­un­um í ferl­inu sem er framund­an er mögu­lega sú að Norway Royal Salmon muni eign­ast yfir 50% í Arctic Fish, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu. 

Arctic Fish er lax­eld­is­fyr­ir­tæki sem er með fimm eld­isstaðsetn­ing­ar í þrem­ur fjörðum á Vest­fjörðum.  Arctic Fish er með eld­is­leyfi fyr­ir 11.800 tonna há­marks líf­massa og er með um­sókn­ir fyr­ir 20.100 tonna há­marks líf­massa til viðbót­ar.  Arctic Fish áætl­ar að selja um  7.700 tonn af slægðum laxi á þessu ári, 11.700 tonn á næsta ári og áætlan­ir gera ráð fyr­ir ár­legri aukn­ingu upp í sölu á um 24.000 tonn­um af slægðum laxi árið 2025.

mbl.is