86,3 milljónir í þvagprufur fanga á síðasta áratug

Fangelsið á Hólmsheiði var tekið í notkun árið 2017. Kostnaður …
Fangelsið á Hólmsheiði var tekið í notkun árið 2017. Kostnaður við þvagprufur frá því þá hefur verið rúmlega 22 milljónir. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­tals 639 fang­ar hafa verið beitt­ir agaviður­lög­um eft­ir að vímu­efni mæld­ist í þvagi þeirra á síðasta ára­tug, frá 2010 til 2020. Lang flest­ir þeirra voru vistaðir á Litla-Hrauni, eða 465. Næst flest­ir, eða 54 voru vistaðir í Hegn­ing­ar­hús­inu, en það nær hins veg­ar bara til árs­ins 2015, en eft­ir það var Hegn­ing­ar­hús­inu lokað sem fang­elsi. Þetta má sjá á svari dóms­málaráðherra við fyr­ir­spurn Helga Hrafns Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata.

Kostnaður Fang­els­is­mála­stofn­un­ar vegna þvag­prufa og úr­vinnslu þeirra á þessu tíma­bili nem­ur 86,3 millj­ón­um króna. Mest fór í þvag­pruf­ur á Litla-Hrauni, eða 44,8 millj­ón­ir, en 22,9 millj­ón­ir á Hólms­heiði, en þar voru agalaga­brot 24 á ár­un­um 2017-2020. Kostnaður vegna prufa í Hegn­ing­ar­hús­inu námu um 11,2 millj­ón­um.

Miðað við þess­ar töl­ur var kostnaður við sýna­tök­ur á hvert aga­brot 135 þúsund krón­ur.

Flest aga­brot­in voru árið 2015 eða 89 sam­tals. Hef­ur þeim fækkað nokkuð síðustu ár og voru þannig 41 árið 2018, 37 árið 2019 og það sem af er þessu ári 24.

Kostnaður vegna próf­anna var árið 2010 um 4,4 millj­ón­ir, en fór hæst upp í 14,6 millj­ón­ir í fyrra. Það sem af er þessu ári er kostnaður­inn 9,6 millj­ón­ir.

mbl.is