Lifandi fiskur geymdur í sérútbúnum tönkum

Tölvuteikning af skipinu eins og það mun líta út eftir …
Tölvuteikning af skipinu eins og það mun líta út eftir lengingu hjá Karstensens Skibsvaerft A/S í Danmörku. Ljósmynd/Aðsend

Sam­herji hef­ur fest kaup á upp­sjáv­ar­skipi sem til stend­ur að breyta fyr­ir bol­fisk­veiðar. Hægt verður að dæla fiski um borð og geyma hann lif­andi í sér­út­bún­um tönk­um, sem er nýj­ung, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Fyr­ir­komu­lagið býður upp á mun meiri sveigj­an­leika í meðferð afl­ans og betri stýr­ingu vinnu­álags um borð og í landi. Um borð býður þessi aðferð upp á að:

  • Fisk­ur fer í sér út­búna tanka þar sem hon­um er haldið lif­andi. Þá er hægt að vinna hann síðar um borð eða koma með fisk­inn lif­andi að landi.
  • Fisk­ur er blóðgaður/​slægður og sett­ur í tanka með kæld­um sjó (RSW) til geymslu.
  • Fisk­ur er blóðgaður/​slægður í hefðbund­in kör sem geymd eru í kældri fiski­lest.

Aðferðin felst í því að fisk­ur er veidd­ur í hefðbundna botn­vörpu. Í staðinn fyr­ir að taka poka inn á dekk og sturta úr hon­um sem veld­ur miklu álagi á fisk­inn, þá er pok­inn tek­inn á síðuna og afl­an­um dælt um borð með sog­dælu­kerfi (vacu­um). Þetta fer mun bet­ur með afl­ann og er þessi aðferð vel þekkt úr lax­eld­isiðnaðinum við til­færslu á lif­andi fiski, að því er kem­ur fram í til­kynn­ing­unni.

Frá löndun á lifandi fiski í Noregi.
Frá lönd­un á lif­andi fiski í Nor­egi. Ljós­mynd/​Aðsend

Þar kem­ur einnig fram að Norðmenn hafi stundað þess­ar veiðar í tölu­verðum mæli síðustu ár og byggt upp reglu­verk í kring­um þær. Þar sé miðað við að sé fiski haldið lif­andi skem­ur en 12 vik­ur þurfi ekki að meðhöndla hann sem eld­is­fisk, því ekki sé um eig­in­legt fisk­eldi að ræða held­ur ein­göngu geymslu­form.

„Þetta fyr­ir­komu­lag á veiðum hef­ur ekki tíðkast hér á landi og reglu­verkið því ekki til staðar. Slíkt reglu­verk snýr meðal ann­ars að vigt­un og geymslu lif­andi afla. Okk­ar sýn er er að í framtíðinni verði skip al­mennt út­bú­in þannig að þau geti komið með hluta afl­ans lif­andi að landi. Til þess að sú þróun geti átt sér stað, er nauðsyn­legt að reglu­gerðum verði breytt og þær aðlagaðar þannig að sjáv­ar­út­veg­in­um verði gert kleift að þró­ast í þessa átt," seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

„Nauðsyn­legt er að sjáv­ar­út­veg­ur­inn og stjórn­völd fari í sam­starf við að byggja upp reglu­verk til að halda utan um slík­ar veiðar og stuðla þannig að bættri dýra­vel­ferð og verðmæta­aukn­ingu í bol­fisk­vinnslu. Sam­herji mun nýta nýja skipið sem próf­stein á þess­ar veiðar í þeirri trú að hægt verði að eiga gott sam­tal við stjórn­völd.“


 

mbl.is