7.500 flugu með Icelandair í október

Flugvélar Icelandair.
Flugvélar Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Heild­ar­fjöldi farþega í milli­landa­flugi hjá Icelanda­ir var um 7.500 í októ­ber og dróst sam­an um 98% á milli ára. Um 3.000 farþegar flugu til Íslands en um 4.300 farþegar frá Íslandi.

Þetta kem­ur fram í mánaðarleg­um flutn­inga­töl­um fyr­ir októ­ber­mánuð sem Icelanda­ir Group birti í Kaup­höll í dag, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Farþega­flug Icelanda­ir var í lág­marki í októ­ber, líkt og í sept­em­ber, en þær ferðatak­mark­an­ir sem tóku gildi á landa­mær­um á Íslandi í ág­úst hafa haft mik­il áhrif á spurn eft­ir flugi til og frá Íslandi. Aft­ur á móti hafa frakt­flutn­ing­ar fé­lags­ins dreg­ist mun minna sam­an.

Farþega­fjöldi í tengiflugi milli Evr­ópu og Norður-Am­er­íku var áfram í al­gjöru lág­marki vegna ferðatak­mark­ana í Norður-Am­er­íku og á ytri landa­mær­um Schengen-svæðis­ins. Heild­ar­fram­boð hjá Icelanda­ir minnkaði um 96% á milli ára. Fjöldi farþega hjá Air Ice­land Conn­ect var um 6.700 í októ­ber og fækkaði um 72% á milli ára. Fram­boð í inn­an­lands­flugi minnkaði um 62% á milli ára.

Seld­ir blokktím­ar í leiguflug­starf­semi fé­lags­ins dróg­ust sam­an um 74% á milli ára í októ­ber en þeir hafa dreg­ist sam­an um 49% á milli ára það sem af er ári. Flutn­inga­starf­semi fé­lags­ins hef­ur þó líkt og síðustu mánuði dreg­ist mun minna sam­an en farþega­flug. Frakt­flutn­ing­ar í októ­ber dróg­ust sam­an um 15% á milli ára og hafa dreg­ist sam­an um 16% það sem af er ári, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Óbreytt­ar aðstæður síðan í ág­úst

„Aðstæður til farþega­flugs hafa verið óbreytt­ar síðan ferðatak­mark­an­ir voru hert­ar á landa­mær­um á Íslandi seinnipart­inn í ág­úst. Síðan þá hef­ur eft­ir­spurn eft­ir flugi til og frá Íslandi nán­ast al­veg dreg­ist sam­an,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir Group, í til­kynn­ing­unni.

„Við leggj­um ríka áherslu á að koma þeim sem vilja, eða þurfa að ferðast, á áfangastað þrátt fyr­ir tak­markaða flugáætl­un. Þá höf­um við unnið mark­visst að því að viðhalda mik­il­væg­um innviðum og þeim sveigj­an­leika sem þarf til að vera til­bú­in að bregðast hratt við þegar eft­ir­spurn eft­ir farþega­flugi eykst á ný,“ seg­ir hann.

mbl.is