Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur í dag samþykkt tvær íslenskar ráðstafanir sem fela í sér beina styrki til minni rekstraraðila og einstaklinga í rekstri vegna tekjufalls af áhrifum kórónuveirunnar.
Greint er frá málinu í tilkynningu.
Þar segir að lokunarstyrkir muni veita beina styrki til fyrirtækja og sjálfstætt starfandi einstaklinga sem skylt var að loka rekstri vegna núverandi samkomubanns og mögulegra takmarkanna í framtíðinni á tímabilinu mars 2020 til 30. júní 2021.
Ráðstöfunin mun veita hverju fyrirtæki að hámarki 600.000 íslenskar krónur (EUR 3.650) fyrir hvern starfsmann á hverju 30 daga lokunartímabil. Hámarksstyrkur til hvers fyrirtækis er 1.120 milljónir króna (u.þ.b. EU 740 000). Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er milljarður króna, en hámarkskostnaður við framkvæmdina er tveir milljarðar króna.
Hins vegar munu tekjufallsstyrkir veita styrkjum til einyrkja og lítilla rekstraraðila sem orðið hafa fyrir verulegum tekjumissi vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á tímabilinu 1. apríl 2020 til 31. október 2020.
Hámarksstyrkur hvers fyrirtækis eru tvær milljónir króna hvern mánuð (EUR 12.300) ef tekjumissir nemur 40% til 70%, og 2,5 milljónir króna hvern mánuð (EUR 15.400) fyrir meiri tekjumissi. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 23,3 milljarðar króna (EUR 143 m).