Ráðstafanir um styrki vegna veirunnar samþykktar

Efnahagsleg áhrif veirunnar eru víðtæk.
Efnahagsleg áhrif veirunnar eru víðtæk. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur í dag samþykkt tvær ís­lensk­ar ráðstaf­an­ir sem fela í sér beina styrki til minni rekstr­araðila og ein­stak­linga í rekstri vegna tekju­falls af áhrif­um kór­ónu­veirunn­ar.

Greint er frá mál­inu í til­kynn­ingu.

Þar seg­ir að lok­un­ar­styrk­ir muni veita beina styrki til fyr­ir­tækja og sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga sem skylt var að loka rekstri vegna nú­ver­andi sam­komu­banns og mögu­legra tak­mark­anna í framtíðinni á tíma­bil­inu mars 2020 til 30. júní 2021.

Ráðstöf­un­in mun veita hverju fyr­ir­tæki að há­marki 600.000 ís­lensk­ar krón­ur (EUR 3.650) fyr­ir hvern starfs­mann á hverju 30 daga lok­un­ar­tíma­bil. Há­marks­styrk­ur til hvers fyr­ir­tæk­is er 1.120 millj­ón­ir króna (u.þ.b. EU 740 000). Áætlaður kostnaður við fram­kvæmd­ina er millj­arður króna, en há­marks­kostnaður við fram­kvæmd­ina er tveir millj­arðar króna.

Hins veg­ar munu tekju­falls­styrk­ir veita styrkj­um til ein­yrkja og lít­illa rekstr­araðila sem orðið hafa fyr­ir veru­leg­um tekjum­issi vegna áhrifa kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins á tíma­bil­inu 1. apríl 2020 til 31. októ­ber 2020.

Há­marks­styrk­ur hvers fyr­ir­tæk­is eru tvær millj­ón­ir króna hvern mánuð (EUR 12.300) ef tekjum­iss­ir nem­ur 40% til 70%, og 2,5 millj­ón­ir króna hvern mánuð (EUR 15.400) fyr­ir meiri tekjum­issi. Áætlaður kostnaður við fram­kvæmd­ina er 23,3 millj­arðar króna (EUR 143 m).

mbl.is