29 fellibylir á einu ári

00:00
00:00

Felli­byls­tíma­bilið hef­ur haft í för með sér 29 hita­belt­is­storma sem ollið hafa mik­illi eyðilegg­ingu í suður­hluta Banda­ríkj­anna, Karíbahaf­inu og Mið-Am­er­íku. 

Hita­belt­is­lægðirn­ar hafa ollið því að þúsund­ir hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín og eigna­tjón nem­ur að minnsta kosti 20 millj­örðum banda­ríkja­döl­um, því sem jafn­gild­ir um 2750 millj­örðum króna. 

Banda­ríska felli­byljamiðstöðin greindi frá því á Twitter fyrr í dag að hita­belt­is­lægðin Theta væri 29. hita­belt­is­storm­ur þessa felli­bylja­tíma­bils. Með Thetu hef­ur verið slegið nýtt með yfir fjölda hita­belt­is­storma, en fyrra met var frá ár­inu 2005 þegar 28. hita­belt­is­storm­ar gengu yfir svæðið, meðal ann­ars Katr­ina sem olli mik­illi eyðilegg­ingu í New Or­le­ans. 

Sér­fræðing­ar telja að hækk­andi hita­stig sjáv­ar hafi leitt til auk­inn­ar tíðni hita­belt­is­storma á heimsvísu síðustu ára­tugi. 

Fellibylstímabilið í ár hefur haft hörmulegar afleiðingar í Mi-Ameríku.
Felli­byls­tíma­bilið í ár hef­ur haft hörmu­leg­ar af­leiðing­ar í Mi-Am­er­íku. AFP
AFP
AFP
mbl.is