Afnám heimsóknarbannsins í algjörum forgangi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra seg­ir það vera í al­gjör­um for­gangi að aflétta heim­sókn­ar­banni aðstand­enda fanga eins fljótt og ör­uggt er. Hún seg­ir að allt sé gert til að tryggja ör­yggi og vel­ferð fanga í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. 

Guðmund­ur Ingi Þórodds­son formaður Af­stöðu, fé­lags fanga, sagði í sam­tali við mbl.is í dag að sú þung­bæra fanga­vist sem nú er inn­an ís­lenskra fang­elsa vegna Covid-19 hafi í för með sé slæm­ar af­leiðing­ar. Guðmund­ur harm­ar sam­ráðsleysi Fang­els­is­mála­stofn­un­ar og dóms­málaráðuneyt­is­ins við sam­tök fanga. 

Þá seg­ir faðir fanga sem hef­ur ekki fengið að hitta aðstand­end­ur sína í tæpa tvo mánuði ástandið vera öm­ur­legt. Ekki hafi verið aukið við ra­f­ræn sam­skipti í heim­sókn­ar­bann­inu og kalla faðir­inn og frænka fang­ans eft­ir því að fang­ar fái hvern dag í afplán­un nú met­inn sem einn og hálf­an dag eða jafn­vel tvo vegna þeirr­ar ein­angr­un­ar sem þeir þurfa að sæta vegna Covid-19-aðgerða.

Áslaug seg­ir í sam­tali við mbl.is að hún hafi full­an skiln­ing á erfiðri stöðu fanga í far­aldr­in­um. 

„Ég tek auðvitað und­ir að þessi tími hafi verið erfiður fyr­ir þenn­an hóp eins og aðra í sam­fé­lag­inu. Við höf­um reynt að koma til móts við fanga eft­ir því sem aðstæður leyfa og við erum enn að liggja yfir ýms­um úr­lausn­um eft­ir því sem lengra líður á far­ald­ur­inn. Það hef­ur verið sett í for­gang að halda dag­legu lífi inn­an fang­els­anna sem eðli­leg­ustu og þess­ar sótt­varn­aráðstaf­an­ir miða að því að skólastarf sé í gangi, að vinnuaðstaða sé opin, að það sé aðgengi að íþrótt­um og að fleira inn­an fang­els­is­ins sé óbreytt. Það er auðvitað gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir þá sem eru í afplán­un,“ seg­ir Áslaug. 

„Það verður að hafa það í huga þegar við erum að skoða hvernig sé best að tryggja bæði ör­yggi og vel­ferð að smit inn­an fang­els­anna gæti ógnað ör­yggi fanga með mjög al­var­leg­um hætti. Það er auðvitað mjög íþyngj­andi að þurfa að vera lokaður al­veg inni í sín­um klefa í ein­angr­un eða sótt­kví og í raun­inni mun meira íþyngj­andi en fang­elsis­vist­in ætti að vera,“ bæt­ir Áslaug við. 

Aðgerðir verði að tryggja jafn­ræði 

Áslaug seg­ir að ákv­arðanir um heim­sókn­ar­bann og aðrar sótt­varn­aráðstaf­an­ir séu tekn­ar með það að leiðarljósi að koma í veg fyr­ir að smit komi upp inn­an fang­els­anna.  

„Heim­sókn­ar­tak­mark­an­ir eru auðvitað íþyngj­andi og það er mik­il­vægt að þeim sé aflétt um leið og það er hægt. Þess­ar aðgerðir eru all­ar hugsaðar út frá því að vernda fanga fyr­ir smit­um og Fang­els­is­mála­stofn­un fer fyr­ir þessu með al­manna­varna­deild og embætti land­lækn­is að gera þetta eins vel og hægt er án þess að það sé of íþyngj­andi. Þetta heim­sókn­ar­bann á að gilda í sem styst­an tíma og við höf­um brugðist við með því að til dæm­is auka aðgengi að fjar­fund­ar­búnaði. Við skoðum all­ar til­lög­ur en það er mik­il­vægt að þær skerði ekki jafn­ræði milli fanga,“ seg­ir Áslaug. 

Hafa af­leiðing­ar þess að fang­ar fái ekki að sjá aðstand­end­ur sína verið kortlagðar?

„Það er búið að kort­leggja hvaða áhrif Covid-19 hefði ef smit kæmi upp inn­an fang­els­anna. Staða fang­els­anna er auðvitað viðkvæm, þar eru oft ein­stak­ling­ar úr viðkvæm­um hóp­um og með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og smit get­ur ógnað ör­yggi fanga með al­var­leg­um hætti, það er mik­il ná­lægð milli starfs­manna og fanga. Fang­elsis­vist er í eðli sínu mjög íþyngj­andi en ein­angr­un eða sótt­kví inn­an fang­els­is væri veru­lega íþyngj­andi staða sem við erum að reyna að forðast eins og unnt er. Auðvitað átt­um við okk­ur á því að heim­sókn­ar­bann hef­ur líka nei­kvæð áhrif, en það að tryggja starf­sem­ina inn­an­húss eins og hægt er er auðvitað líka afar mik­il­vægt,“ seg­ir Áslaug.

Spurð út í til­lög­ur föður og frænku fang­a sem mbl.is greindi frá þess efn­is að fang­ar fái hvern dag í afplán­un nú met­inn sem einn og hálf­an dag eða jafn­vel tvo vegna þeirr­ar ein­angr­un­ar sem þeir þurfa að sæta vegna Covid-19-aðgerða seg­ir Áslaug:

„Þetta er eitt­hvað sem við höf­um skoðað og við erum sí­fellt að skoða svona leiðir eft­ir því sem það líður lengra á far­ald­ur­inn og hann hef­ur langvar­andi áhrif á fanga og afplán­un. Vand­inn við þess­ar til­lög­ur er sá að þetta gæti skapað ójafn­ræði milli fanga og það þarf auðvitað að passa að all­ar aðgerðir komi ekki mis­jafn­lega niður á föng­um.“

mbl.is