Fiskveiðisamningur við Færeyjar endurnýjaður

Samkomulag hefur verið gert milli Íslands og Færeyja um gagnkvæmar …
Samkomulag hefur verið gert milli Íslands og Færeyja um gagnkvæmar heimildir til veiða innan lögsögu ríkjanna. mbl.is/Golli

Heim­ild­ir Fær­ey­inga til veiða á botn­fiski í ís­lenskri lög­sögu verða þær sömu og verið hef­ur eða 5.600 tonn og há­mark þess sem veiða má af þorski verður óbreytt eða 2.400 tonn. Þetta er meðal þess sem felst í sam­komu­lagi sem Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, og Jacob Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, gerðu í síðustu viku.

Sam­komu­lagið snýr að fisk­veiðiheim­ild­um Fær­ey­inga inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu fyr­ir næsta ár og um gagn­kvæm­an aðgang að veiðum í lög­sögu land­anna fyr­ir norsk-ís­lenska síld og kol­munna.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins að „vegna bágs ástands keilu­stofns­ins voru ráðherr­arn­ir sam­mála um að keilu­afli Fær­ey­inga yrði minni en verið hef­ur. Heim­ild­ir þeirra til veiða á keilu lækka því úr 650 tonn­um í 400 tonn.“

Þá var samið um að Fær­ey­ing­ar fengju heim­ild til að veiða loðnu við Ísland sem nem­ur 5% af ákvörðuðum heild­arafla á vertíðinni 2020/​21 en þó að há­marki 30 þúsund tonn. Fyrri tak­mark­an­ir er varða heim­ild­ir til að verka loðnu um borð eða landa í Fær­eyj­um til mann­eld­is verða enn í gildi.

Jafn­framt fel­ur sam­komu­lagið í sér gagn­kvæm­an aðgang til veiða á kol­munna og norsk-ís­lenskri síld með sama hætti og verið hef­ur und­an­far­in tvö ár og geta allt að 15 ís­lensk skip stundað síld- og kol­munna­veiðar í lög­sögu Fær­eyja sam­tím­is. Íslensk­um skip­um verður einnig heim­ilt að veiða allt að 1.300 tonn af mak­ríl af afla­heim­ild­um Fær­eyja sem meðafla við veiðarn­ar.

„Samn­ing­ur­inn er mik­il­væg­ur fyr­ir báðar þjóðirn­ar. Aðgengi að lög­sögu Fær­eyja til kol­munna­veiða er mik­il­vægt fyr­ir ís­lensk skip þar sem lítið hef­ur verið af kol­munna í lög­sögu Íslands á und­an­förn­um árum. Fyr­ir Fær­eyj­ar er samn­ing­ur­inn einnig mjög mik­il­væg­ur, bæði vegna þeirra veiðiheim­ilda sem þeir fá í bol­fiski og loðnu við Ísland en einnig vegna auk­inna veiða þeirra á norsk-ís­lensku síld­inni í ís­lenskri lög­sögu á und­an­förn­um árum,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is