Fólk sem byggði landið fékk kótelettur heim

Björn Þór Kristjánsson og Sandra Kaubriene.
Björn Þór Kristjánsson og Sandra Kaubriene.

„Við Sandra kon­an mín höf­um þá lífs­skoðun að það sé hverj­um manni hollt að gefa eitt­hvað af sér. Við erum svo hepp­in að guð gaf okk­ur tæki­færi til að gera eitt­hvað fyr­ir aðra. Við ákváðum að gera eitt­hvað fyr­ir full­orðna fólkið á Blönduósi. Það er fólk sem búið er að vera lokað inni síðustu vik­ur og mánuði og lít­il til­breyt­ing í lífi þess. Þetta er líka fólkið sem byggði upp landið sem við fáum að njóta núna,“ seg­ir Björn Þór Kristjáns­son, eig­andi B&S Restaurant, sem sendi á sunnu­dag á annað hundrað íbú­um yfir sjö­tugu á Blönduósi kótelett­ur í raspi með rabarbara­sultu, græn­um baun­um, rauðkáli og smjör­feiti. 

Elsta fólkið ein­angr­ast mest 

Veit­ingastaður­inn hef­ur staðið að kótelettu­kvöld­um í um þrjá­tíu skipti við mikl­ar vin­sæld­ir íbúa, ekki síst þeirra eldri. Ekk­ert hef­ur þó verið um svona kvöld um hríð vegna veirufar­ald­urs­ins. Eng­in smit hafa komið upp á Blönduósi en sam­komutak­mark­an­ir eru í gildi þar sem ann­ars staðar. „Við hér finn­um fyr­ir því að sam­skipt­in eru minni og teng­ing­in því minni við annað fólk. Elsta fólkið ein­angr­ast mest, er með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og meira hrætt. Þess vegna er gam­an að geta gefið eitt­hvað af sér til þessa hóps,“ seg­ir Björn. 

Ekki hefur komið upp smit á Blönduósi.
Ekki hef­ur komið upp smit á Blönduósi. Jón Sig­urðsson

Sér­vald­ar kótelett­ur

Að sögn hans er helsti hvatamaður kótelettu­kvöld­anna „víta­mínsprauta sam­fé­lags­ins“, Valdi­mar Guðmars­son frá Bakka­koti. Hann stofnaði „Frjálsa kótelettu­kvöldið“ eins og það er nefnt. „Það hef­ur meira verið full­orðið fólk sem hef­ur sótt í þetta,“ seg­ir Björn. Hann seg­ir að því hafi þótt til­valið að senda mat­inn til fólks á sunnu­dag. „Við send­um dreifi­bréf á þenn­an hóp fyr­ir nokkr­um dög­um til að láta vita. Af því sem maður hef­ur heyrt er fólk mjög ánægt með þetta. Kótelett­urn­ar voru sér­vald­ar, sér­stak­lega þykk­ar og feit­ar,“ seg­ir Björn. 

Kótilettur þykja herramannsmatur meðal íbúa á Blönduósi.
Kótilett­ur þykja herra­manns­mat­ur meðal íbúa á Blönduósi.

Nota tím­ann á meðan hart er í ári 

Hann seg­ir að hvat­inn sé ekki að gera þetta í aug­lýs­inga­skyni held­ur sé hug­mynd­in ein­fald­lega að gefa af sér.

Aðspurður seg­ir hann vissu­lega hart í ári hjá fyr­ir­tæk­inu, en þá sé tím­inn notaður til að gera eitt­hvað fyr­ir aðra. „Jú, jú, það er hart í ári. Það er nán­ast ekki neitt að gera. Við erum með skóla­mat en það eru svo fáir í skól­an­um. Svo gef­um við leik­skól­an­um að borða. Að öðru leyti eru þetta lít­il sem eng­in viðskipti,“ seg­ir Björn.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman