„Vinnudagurinn ólíkur því sem flestir eiga að venjast“

Það er ekki á færi hvers sem er að munda …
Það er ekki á færi hvers sem er að munda rafsuðutæki í köldum sjó í lélegu skyggni. Kafarar þurfa að sýna ýtrustu fagmennsku þegar þeir vinna við skip og hafnarmannvirki. Ljósmynd/Aðsend

Kafar­ar þjóna ómiss­andi hlut­verki í viðhaldi skipa og hafn­ar­mann­virkja, og eru fljót­ir á staðinn ef losa þarf aðskota­hlut úr skrúfu eða huga að hvers kyns vanda­mál­um neðan­sjáv­ar. Um mjög sér­hæfða þjón­ustu er að ræða og seg­ir Helgi Hinriks­son að til að sinna þess­um verk­efn­um þurfi kafar­ar bæði að hafa und­ir­geng­ist mikla þjálf­un og fylgja ströng­um verklags­regl­um.

Helgi er fram­kvæmda­stjóri Köf­un­arþjón­ust­unn­ar og seg­ir að starfs­menn vinni oft í kapp­hlaupi við tím­ann. „Ósjald­an þarf að leysa mál­in einn, tveir og þrír, því mikið get­ur verið í húfi. Þannig t.d. gæti skip tekið niðri og leki komið að því. Kafar­ar eru þá einu menn­irn­ir sem kom­ast að leka og geta unnið í að þétta skipið áður en það er tekið af strandstað.“

Helgi Hinriksson, framkvæmdastjóri Köfunarþjónustunnar.
Helgi Hinriks­son, fram­kvæmda­stjóri Köf­un­arþjón­ust­unn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Kafar­ar eru líka fengn­ir til að gera botnskoðun á skip­um, oft á tíðum vegna fram­leng­ing­ar á haf­færis­skír­teini sem og vegna al­mennr­ar ástands­skoðunar. Köf­un­arþjón­ust­an er vottuð af fjór­um vott­un­ar­fé­lög­um, DNV-GL, Lloyds, Bureau Ver­itas og ABS.

„Botnskoðun get­ur tekið allt frá tveim­ur klukku­stund­um upp í heil­an vinnu­dag eft­ir því hve stórt skip er um að ræða og hversu ít­ar­leg skoðun þarf að fara fram,“ seg­ir Helgi. „Kafar­ar sinna jafn­framt viðhaldi s.s. ef skipta þarf um eða hreinsa botnstykki, skipta um fórn­ar­skaut, pólera skrúf­ur og hreinsa burtu sjáv­ar­gróður – í raun allt sem hægt er að gera við skip á floti.“

Dýrt ef end­ur­nýja þarf stálþil í höfn­um

Þegar kem­ur að viðhaldi hafn­ar­mann­virkja get­ur þjón­usta kafara sparað háar fjár­hæðir. Flest­ar hafn­ir lands­ins eru gerðar úr stálþilum sem rek­in eru niður í hafn­ar­botn­inn en end­ing­ar­tími stáls­ins get­ur verið mis­lang­ur eft­ir aðstæðum.

„Líf­tími nýs stálþils á að vera um 40 til 50 ár en tær­ing­in er mis­hröð eft­ir höfn­um. Eru dæmi um að stálþil fari að láta á sjá eft­ir 10 ár og séu orðin ónýt eft­ir 20 ár. Við tær­ingu mynd­ast göt í stál­inu og sjór­inn skol­ar út jarðveg­in­um þar á bak við svo að hol­rými mynd­ast. Hol­rým­in stækka smám sam­an og geta myndað stærðar­inn­ar hella svo að þekja fer að síga og jafn­vel gefa sig þegar lyft­ari ekur þar yfir,“ út­skýr­ir Helgi. „Svona skemmd­ir og hella­mynd­un sést ekki á yf­ir­borðinu og því mik­il­vægt að fara í reglu­bundið eft­ir­lit og kanna ástands stálþilja.“

Ljós­mynd/​Aðsend

Köfn­arþjón­ust­an hef­ur sér­hæft sig í út­tekt á ástandi stálþilja og skil­ar af sér ít­ar­legri skýrslu sem sýn­ir ástand og kem­ur með til­lög­ur að úr­bót­um. Köf­un­arþjón­ust­an not­ast síðan við viður­kennd­ar aðferðir við viðgerðir og leng­ir þannig líf­tíma stálþilja.

Helgi seg­ir sveit­ar­fé­lög þurfa að gæta vel að eft­ir­liti með hafn­ar­mann­virkj­um því þó að ríkið taki þátt í kostnaði við ný­fram­kvæmd­ir þá séu eng­ir rík­is­styrk­ir í boði fyr­ir reglu­bundið viðhald og geta viðgerðirn­ar orðið dýr­ari eft­ir því sem skemmd­irn­ar koma seinna í ljós. „Viðgerðar­kostnaður­inn er um 18% af kostnaðinum við að setja niður nýtt stálþil og því mik­ill ávinn­ing­ur í því að van­rækja ekki viðhaldið.“

Loks hjálpa kafar­ar fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­um að halda sjókví­um í horf­inu. Köf­un­arþjón­ust­an á helm­ings­hlut í fé­lag­inu K-Tech Mar­ine í Reyðarf­irði sem sér­hæf­ir sig í þjón­ustu við fisk­eldi. „Kanna þarf ástand kví­anna með reglu­legu milli­bili og laga skemmd­ir sem kunna að koma í ljós. Í nógu er að snú­ast í grein­inni og eru þrír kafar­ar í fullu starfi hjá dótt­ur­fyr­ir­tæk­inu fyr­ir aust­an.“

Að lág­marki þrír í hverju teymi

Les­end­ur geta rétt ímyndað sér að það er ekki auðvelt að sinna viðhaldi og viðgerðum neðan­sjáv­ar og aðstæður oft mjög krefj­andi. Helgi seg­ir að öll verk­efni séu unn­in í sam­ræmi við strang­ar ör­ygg­is­regl­ur og þegar þarf t.d. að sinna viðhaldi skipa sé unnið eft­ir stöðluðum verk­ferl­um í nánu sam­starfi við vél­stjóra og skip­stjóra. „Oft eru marg­ir mis­mun­andi aðilar að störf­um um borð og að fást við mis­mun­andi hluti. All­ir þurfa að vera meðvitaðir um það að kafari sé að störf­um og er það m.a. gefið til kynna með viðvör­un­ar­spjöld­um uppi í brú og í vél­ar­rúmi.“

Ekki má senda kafara ein­an af stað held­ur vinna þrír sam­an í teymi. Er þá einn kafari í sjón­um, og í beinu sam­bandi við köf­un­ar­formann í landi. Þriðji maður­inn er ör­yggis­kafari sem er viðbú­inn að koma strax til aðstoðar ef eitt­hvað skyldi koma upp á. „Köf­un­ar­formaður­inn fylg­ist vand­lega með fram­vindu vinn­unn­ar í gegn­um sjón­varps­skjá og í reynd fjar­stýr­ir kafar­an­um.“

Verk­efn­in eru bæði stór og smá og nefn­ir Helgi sem dæmi þegar starfs­menn Köf­un­arþjón­ust­unn­ar voru fengn­ir til að ganga til liðs við stærra teymi kafara til að skipta um skrúfu á skemmti­ferðaskipi. Hann upp­lýs­ir að þegar verið er að vinna með mjög stóra og þunga hluti séu notaðir svo­kallaðir lyfti­pok­ar sem fylla má með lofti til að gera þá meðfæri­legri neðan­sjáv­ar.

Læra rafsuðu í sér­smíðaðri sund­laug

Kafar­ana þarf að sérþjálfa enda ekki hluti af venju­legu náms­fram­boði ís­lenskra skóla að kenna fólki að raf­sjóða neðan­sjáv­ar eða skoða skips­skrokk í sam­ræmi við ströngustu staðla. Helgi seg­ir Köf­un­arþjón­ust­una oft fá til sín ungt fólk sem búið er að ljúka köf­un­ar­skóla er­lend­is og tek­ur þá við þjálf­un sam­hliða vinnu.

Ljós­mynd/​Aðsend

„Það aðskil­ur okk­ur frá köf­un­ar­fyr­ir­tækj­um er­lend­is að verk­efn­in okk­ar eru mjög fjöl­breytt á meðan sams kon­ar fyr­ir­tæki í öðrum lönd­um eru oft mun sér­hæfðari og starfið þar af leiðandi ein­hæf­ara. Þetta þýðir að starfs­fólk okk­ar öðlast breiða reynslu. Þá fáum við til okk­ar sér­fræðinga frá út­lönd­um til að kenna réttu hand­tök­in við ná­kvæmn­is­vinnu eins og rafsuðu neðan­sjáv­ar. Í janú­ar á þessu ári fóru fimm kafar­ar frá okk­ur í gegn­um slíkt nám­skeið sem var viku­langt og fór fram í sund­laug sem við út­bjugg­um inn­an­dyra þar sem leiðbein­and­inn gat fylgst með í gegn­um glugga og gefið leiðsögn.“

Aðspurður hvort fólk end­ist lengi í þessu erfiða starfi seg­ir Helgi að starfs­ald­ur kafara Köf­un­arþjón­ust­unn­ar sé nokkuð hár. „Vinnu­dag­ur­inn er ólík­ur því sem flest­ir eiga að venj­ast og oft vant­ar ekki spenn­una. Að stökkva, með öll­um köf­un­ar­búnaði, úr fimm metra hæð ofan af bryggju og út í sjó­inn kem­ur adrenalín­inu held­ur bet­ur af stað og fjöl­breyti­leik­inn á sinn þátt í því að menn ílengj­ast hjá okk­ur.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: